Þegar maður sér fyrirsögnina ''9 ára ökumaður tekinn'' þá hugsar maður SNILLD!!
En ef maður hugsar út í afleiðingaranar.........Ekki SNILLD!
Þessi göng eru BEIN alla leiðina, kemur smá beygja við gangnamunnana. En þótt það þurfi ekki mikið að hemla eða beygja þá er það út í hött að láta 2001 model keyra bíl. Maður treystir varla 9 ára krakka til þess að hjóla hjóli án hjálpardekkja, hvað þá bifreið
Kannski var afi gamli með alzheimir og hélt að drengurinn væri með bílpróf....maður veit aldrei
En er vitað hvernig bíll þetta var, kannski var þetta bara kassabíll og drengurinn ætti að hafa fullt vald á svoleiðis farartæki
En þetta verður að flokkast undir 10 sérstökustu fréttir ársins, þetta er bara óhugsanlegt.
Þetta segir það að það þurfi að lækka bílprófsaldurinn niður í 14 ár, þegar menn eru farnir að keyra 9 ára með afa gamla í farþegasætinu þá er það bara að segja að bílprófsaldurinn sé of hár, afbrotamennirnir eru komnir í ungan aldur, nánast ný hættir á bleyju. Það þótti glæpur að keyra kannski 16 ára í sveit, en þegar menn eru að rúlla 9 ára í gegn um göng á þjóðveginum þá flokkast hinn glæpurinn ekki lengur sem mikill glæpur.
Ætli bílprófinu seinki eitthvað hjá kauða
Þetta er sennilega okkar skærasta stjarna varðandi Formula 1, hver veit hvort við sjáum þennan mikla kappa þjóta um Formulu 1 brautir eftir 10 ár
Það kæmi mér ekkert á óvart að Ferrari eða Red Bull myndu senda útsendara í Héðinsfjarðargöng og fylgjast með köppum þar á ferð. Gögnin eru búinn að vera opin í einhverja 2 eða 3 mánuði og bæði búinn að vera hraðakstur og ungir ökuþórar. Mikið af hæfileikaríku fólki sem þessu ágætu bílaframleiðendur ættu að fylgjast vel með.
