Ég get ekki verið sammála því.
Ísland stærir sig af því að vera heimsleiðandi í endurnýtanlegri og umhverfisvænni orkugjöfum.
Með þeim orkugjöfum erum við sjálfstæðara ríki heldur en þau sem nýta þurfu aðra orkugjafa, t.d kol, gas og þessháttar viðbjóð.
Kostir þess að vera með eyðslugranna bíla eru ansi margir.
Hagstæðari rekstrarkostnaður fyrir eigandann.
Eykur hagvöxt.
Hlífir vegakerfinu í flestum tilvikum.
Hagstæðara fyrir ríkið.
Minni áhrif olíufyrirtækja, markaðs- og efnahagsbreytingum þegar að kemur olíuviðskiptum.
Umhverfisvænna.
Helstu gallar þeirra eru að þeir eru oftast hundleiðinlegir

Ég sé ekkert að því að veita incentives fyrir bíla sem að eyða minna í stað þess að flokka alla undir staðlaðann tollflokk.
Bílfloti íslendinga er fáránlega gamall miðað við í nágrannalöndum okkar og helsta ástæða þess er einmitt út af gamla tollflokknum. Þú gast verið með 2.499cc slagrými eða 1000cc. Báðir bílarnir hefðu flokkast undir 35% flokk
Enn og aftur segi ég að ég er ekki fylgjandi núverandi breytingum en þetta er þó skref í rétta átt. Hvenær eða hvort þetta verði nokkurntíman leiðrétt efast ég stórlega um.
Flat tax rate getur verið góður eða slæmur hlutur. Í bílamálum þykir mér hann ekki viðeigandi en þér er velkomið að hafa þá skoðun. Ef að allir hugsuðu það sama þá væri þetta ansi grátt líf
Áramótakveðjur!
