bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 13:57

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 09:05 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þvílíkt fréttamat hjá Bylgjunni.

Lögreglan stöðvaði þrjá TÖFFARA á rúntinum með kveikt á aukaljósum (þokuljósum) sem ekki má nota nema í slæmu skyggni.... Sektin er 5000 krónur.

Jæja... voru þetta nokkuð bimmar?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 09:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Must be a slow news day...

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 09:11 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Hafa þeir virkilega ekkert betra að gera þessar löggur....

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 09:59 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Nov 2002 10:50
Posts: 199
Location: Njarðvík
hmm...
Maður hættir þá kanski að nota þokuljósin á rúntinum í KEF. En þetta er nú samt svoldið fyndið af því að ég hef oft séð lögguna með þokuljósin sjálf, sérstaklega á nýja Vollanum.

_________________
Sævar
BMW 1987 E32 735i
Image
http://www.sinfest.net


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 12:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég hef séð löggur með þokuljós. Það eru einnig mjög margir sem eru alltaf með þessi ljós hérna í Reykjavík m.a. leigubílstjórar og miðaldra menn ekki bara "töffarar".
Ég var einu sinni í "töffaraleik" í Kópavogi og var rukkaður um 5þ af löggunni þar fyrir að vera með kveikt á þokuljósum um leið og þeir tóku mig fyrir of hraðan akstur á Smiðjuvegi. Alltaf frekar skítt að sjá hversu margir nota þessi ljós án þess að vera stopaðir af löggunni.
Þokuljós í svuntunni á fólksbílum trufla mig ekki en það er mjög pirrandi þegar jeppakallar hafa kveikt á þokuljósum sem eru í sömu hæð og aðalljós t.d. terrano II.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 15:11 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hmmmm. .. hvað er þetta með að hafa kveikt á þokuljósunum :?:

Mér finnst að þokuljós eigi að vera kveikt ... í ÞOKU :!: annars slökkt.
Ég er ekki alveg að skilja töffið í hinu :roll:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 15:12 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Ég er altaf með kveikt á kösturunum, en ég heyrði þetta í morgun. Kannski ætti maður að hætta að vera svona töffari og slökkva á þessu.
En ég skil ekki þessa stæla að vera að sekta mann fyrir svona smámuni.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 15:14 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sumum finnst flóðlýsingin af þessu töff, ég get sosem skilið það.

En ég nota þokuljós ekki nema í slæmu skyggni sjálfur... mér finnst þetta smá hégómi nefnilega og þar sem ég er nú að berjast við að vera ekki hégómafullur þá hef ég slökkt!

En annars var nú búið að ræða það hérna og annarsstaðar að í dagsbirtu má hafa kveikt á þokuljósum ef það er slökkt á aðalljósum. Það má hinsvegar ekki eftir að skyggja tekur því þá á að vera kveikt á aðalljósum og ekki má hafa kveikt á hvorutveggja í einu nema úti sé slæmt skyggni.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 15:14 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Mér persónulega finnst virkilega flott að hafa þokuljósin og bara park ljósin uppi. Allavega keyri ég alltaf með þannig - ef ég nenni nú yfir höfuð að kveikja ljósin á daginn - algjör óþarfi - bara óþarfa slit á alternatornum

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 18:36 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég held að þetta hafi nú ekkert með töffaraskap að gera...
Sumir fá sér spoiler, sumir fá sér álfelgur aðrir kveikja bara á þokuljósunum :D
Mér finnst það persónulega mjög flott, sérstaklega á BMW.

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 18:44 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 26. Oct 2002 14:07
Posts: 995
Location: Reykjavík
Ég er sammála síðasta ræðumanni

_________________
Corvette c5
Bmw 330i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 20:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Já ég er sammála þetta eru bara mínar augabrúnir og mitt spoilera-kitt!!

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 21:55 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hehe, já ég er bara orðinn gamall sennilega :oops:

Mér finnst bara það að nota þokuljósin að framan þegar það er ekki þoka, svona næsti bær við fólkið sem setur þokuljósin á að aftan og heldur að það sé með kveikt á afturrúðu hitaranum :!:

Bara af því að táknin eru svipuð og það er ekki alveg klárt á hvað allir takkarnir þarna í mælaborðinu gera ...

En jújú, ég skil svosem að öðrum geti fundist þetta töff.

Ég er bara svo hreinn og beinn að ég get ómögulega gert eitthvað sem hefur engan tilgang, eitthvað sem var alls ekki hannað með þetta í huga. Svo getur þetta líka verið óþægilegt fyrir aðra, sem er jú ástæðan fyrir að löggan er að stoppa menn sem eru með þetta kveikt ... :P

Sæmi stífi... eehhh já eða...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 22:59 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Þokuljósin að framan komu sér vel síðasta sumar þegar pera fór öðru megin að framan. Þá gat maður keyrt um löglegur með slökkt aðalljós og kveikt þokuljós þar til maður drattaðist að kaupa sér peru. :-) Ekki hægt að gera þetta nema um hásumar samt..

Annars nota ég þau aldrei, þetta eru jú þokuljós :idea:

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 30. Jan 2003 23:09 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 20. Nov 2002 23:38
Posts: 476
Location: Akureyri
Góð þokuljós erum ómetanleg við réttar aðstæður.

En þessi svuntuljós, af hverju að kalla þau þokuljós, heilt yfir?

Sum eru þokuljós, önnur kastarar eða þaðan af vitlausari ljós, að ekki sé minnst á vanstillinguna, og í mörgum tilfellum er enginn styrkur í svuntunni og þau sveiflast upp og niður.

Í a.m.k. annað hvert skipti sem maður mætir bíl með þessi ljós kveikt, þá fýkur í mann, vegna þess að þau hálf blinda mann.

Sjálfur ek ég ég á Starex með svona ljósum (original) og þau eru (lýsa)mjög neðarlega og frábærlega skorin í efri kant, þannig að ég nota þau hiklaust í slæmu skyggni og þaðan af verri aðstæðum.

Svo eru það afturljósin, Þau eru hálfu verri. Maður hefur lent í því að þora ekki að fara fram úr bíl með þau vegna þess að maður sá ekki baun, og með fjögur lítil börn reynir maður að keyra ekki eins og asni.

Er einhver sammála??

_________________
2002 árg 1969 rip
2002 árg 1971 rallýbíll (læknabíllinn) rip?
2000CA árg 1968 í langtímahvíld.
735i árg 1980 seldur.
318i árg 1989 seldur.
540i árg 1996. Frábær vagn. Seldur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 22 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group