bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 22:10

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 43 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3

Haldið þið að maður gæti heilsprautað sjálfur?
Ekki séns, alltof vandasamt 38%  38%  [ 19 ]
Gæti gengið ef þú sættir þig við örlitla galla 26%  26%  [ 13 ]
Yrði örugglega ekki verra en víða, auk þess hægt að prófa aftur! 12%  12%  [ 6 ]
Bara sniðugt, þú átt þá græjurnar til að nota í viðgerðir 14%  14%  [ 7 ]
Marg borgar sig, EF þú hefur aðstöðu 10%  10%  [ 5 ]
Total votes : 50
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 01:21 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 15. Oct 2002 14:44
Posts: 589
Location: Grafarvogur
Ingvar , þú málar ekki porsche sjálfur.

allt of mikið af hlutum sem þarf að hafa í huga , mattan rétt niður , sparsla dældir , grunna bera bletti , fá ekki leka í lakkið , hvað þá glæruna sem getur verið mjög lekagjörn , best væri að baka hann sem þú hefur varla aðstöðu í , passa upp á það að það sé ekki NEITT sílikon í kringum þig , hafa útsog eða bleyta veggi og gólf.

meðal slípivél kostar um 15 þús , meðal kanna kostar um 18 þús.

þú þarft stóra loftpressu helst.

Bottom line , Ef maður er að gera hlutina á annað borð af hverju að gera það ekki almennilega ?

_________________
Renault 19 '95 - bráðabirgða
BMW E-30 325i; IM-870, Farinn
BMW E-30 320i; IR-406, Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 01:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
rutur325i wrote:
meðal slípivél kostar um 15 þús , meðal kanna kostar um 18 þús.

´
Við skulum hafa þetta 30 þús frekar :wink:

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Sprautun
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 05:09 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Nei, ég er sko alveg sammála því. Svoleiðis gerir maður bara ekki.

It´s just not cricket! :shock:

Það er nú einu sinni þannig fyrir okkur bílakallana að þegar maður er á einhverri svona græju vill maður bara hafa hana flotta og þá myndi ég aldrei sætta mig við heimasprautaðan bíl, með lekum og kjaftæði.

Málið er nefnilega það að stærsti parturinn í kostanði við sprautun á bíl liggur í undirvinnunni og það er hún sem skilur að góða og slæma sprautun. Eins og kunningi minn sagði einu sinni " það getur hvaða fáviti sem er sveiflað könnu", galdurinn liggur nefnilega í undirvinnunni.

Djöfull er ég annars sáttur við nýju græjuna hjá þér og óska þér kærlega til hamingju með nýja dótið.

KVeðja.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 08:50 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
MR HUNG wrote:
Gulag wrote:
ég sagði 50 kall fyrir grunnun og málun... leeeesa póstana drengir :)..
undirvinna er ekki innifalin,, þetta er einn alfærasti bílamálari landsins, Kalli í Bílamálun Jónasar Karls í Hafnarfirði..sá sem sprautar allflesta USA muscle bíla landsins..
HAHA það er ok að fá númerið hjá honum er að vinna hjá honum :oops:


:lol: :lol: :lol: Þessi þráður er stórskemmtilegur, en eins og ég sagði í upphafi þá fékk ég geggjaða hugmynd - mig vantaði bara álit ykkar á því hvort hún væri góð eða ekki :wink: .

Ég veit ég er voðalega klár, en hef ekki hugmynd um hvernig best er að gera þetta - held samt ég sé kominn með nokkuð góða hugmynd um þetta.

Og svo er eitt, ef að galdurinn liggur í undirvinnunni, sem mér finnst reyndar mjög sennilegt - afhverju á maður þá að vera að undirvinna þetta sjálfur? Er það ekki alveg jafn slæmt?

Væri ekki hagstæðast þá að strippa bílinn af listum, rúðum, innréttingu og öllu þessu dóti og fá undirvinnuna og sprautunina þó það kosti meira?

Svo sé ég að það eru nú nokkrir sprautuverkstæðiskallar hér, skjótið endilega verði á þetta.

Endilega fleiri komment samt :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 10:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Undirvinnan er mikilvæg og það þarf að vita hvað maður er að gera. Ef að þú undirvinnur bílinn eins og þú getur, þá ertu samt að spara tíma því það er alltaf í áttina. Svo getur fagmaðurinn betrumbætt það sem upp á vantar hjá þér.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 10:28 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
saemi wrote:
Undirvinnan er mikilvæg og það þarf að vita hvað maður er að gera. Ef að þú undirvinnur bílinn eins og þú getur, þá ertu samt að spara tíma því það er alltaf í áttina. Svo getur fagmaðurinn betrumbætt það sem upp á vantar hjá þér.


Þetta gæti nú bara orðið dálítið skemmtilegt - hlýtur að vera kostur að þekkja bílinn "inside out" ekki satt? Flott að vita til þess að hann er óryðgaður undir teppunum o.s.frv. (veit það reyndar, búin að rífa öll teppin úr :lol: )

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 10:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Eina leiðin til að verða góður að sprauta er æfing og þolinmæði

Kauptu 10 Lödu Sport á samtalst 50kall,,
og byrjaðu að gera þær góðar,

:)

Þegar þú ert búinn með þá síðustu þá ættiru að vera nógu fær til að sleppa "í lagi" með hvítan bíl þá allt annað tekur enn lengri tíma að gera vel

Hiti þarf að vera þó nokkur þegar þú ert að sprauta t,d
ef þú getur ekki reddað þeim hita á meðan þá þýðir ekki einu sinni að byrja

Æfinginn skapar meistarann

Það er ekkert að því að sprauta sjálfur, verður bara að vera búinn að komast uppá lagið með það fyrst

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 16:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 23:40
Posts: 2731
Það væri auðvitað byrlegast fyrir þig að rífa hann allann í tætlur sjálfur(persónulega er það leiðinlegasta sem ég geri þegar ég tek að mér almálningu). Verðið getur verið breytilegt, það fer bara eftir tímanum sem fer í verkið, þ.e. þú ert að spá í að láta setja orginal afturbrettin á hann. Því fylgir stundum mikil fyllingar(sparsl) vinna sem verður að vera í lagi, best væri að fá tilboð í brettaskiptin+sparslvinnuna sér og svo má láta gera tilboð í málninguna. Einnig skiptir töluverðu máli hvort þú ætlar að halda svarta litnum, sem mér finnst passa flott við bílinn. Verðið er hærra ef þú skiptir um lit. EN EKKI GERA ÞETTA SJÁLFUR, þú átt eftir að sjá eftir því. :wink: En ég skal senda þér tölu í EP, ef þú vilt.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 17:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Mér persónulega finnst þetta svo fallegur bíll að ég myndi ekki vilja hafa þetta nema 200% gert.
Btw bebecar þú keyrðir fram úr mér um daginn og ég var heppinn að keyra ekki á staur því ég var að glápa svo mikið :oops: Maður verður að fara passa sig þegar maður sér svona fallega bíla og djöfull sándaði hann vel, skrúfaði niður alla glugga og læti :lol:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 23:14 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sezar wrote:
Það væri auðvitað byrlegast fyrir þig að rífa hann allann í tætlur sjálfur(persónulega er það leiðinlegasta sem ég geri þegar ég tek að mér almálningu). Verðið getur verið breytilegt, það fer bara eftir tímanum sem fer í verkið, þ.e. þú ert að spá í að láta setja orginal afturbrettin á hann. Því fylgir stundum mikil fyllingar(sparsl) vinna sem verður að vera í lagi, best væri að fá tilboð í brettaskiptin+sparslvinnuna sér og svo má láta gera tilboð í málninguna. Einnig skiptir töluverðu máli hvort þú ætlar að halda svarta litnum, sem mér finnst passa flott við bílinn. Verðið er hærra ef þú skiptir um lit. EN EKKI GERA ÞETTA SJÁLFUR, þú átt eftir að sjá eftir því. :wink: En ég skal senda þér tölu í EP, ef þú vilt.


Ég myndi þiggja tilboð í EP, það er þó líklegast að ég fari í þetta næsta haust eða næsta vetur. þó gæti ég freystast til þess að fara í þetta núna ef að verðið er gott.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 23:16 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
gunnar wrote:
Mér persónulega finnst þetta svo fallegur bíll að ég myndi ekki vilja hafa þetta nema 200% gert.
Btw bebecar þú keyrðir fram úr mér um daginn og ég var heppinn að keyra ekki á staur því ég var að glápa svo mikið :oops: Maður verður að fara passa sig þegar maður sér svona fallega bíla og djöfull sándaði hann vel, skrúfaði niður alla glugga og læti :lol:


Á hvernig bíl varstu - mér finnst einmitt mjög gaman að skrúfa niður og hlusta á aðra bíla.

Sá einmitt svartan síðustu kynslóð af Mustang áðan með grænan flöt á húddinu - MJÖG FLOTT sánd í honum og virkilega fallegur bíll hjá gaurnum - við skiptumst á "thumbs up" :lol:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 23:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Var þá á hinum bílnum mínum, toyotu hilux 1992, breyttum á 38". Held þú hafir varla séð mig, virkaðir einbettur að stýra porkanum :P

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. Mar 2004 23:32 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
gunnar wrote:
Var þá á hinum bílnum mínum, toyotu hilux 1992, breyttum á 38". Held þú hafir varla séð mig, virkaðir einbettur að stýra porkanum :P


Ég er alltaf með hausverk þegar ég kem úr porkernum - annað hvort er pústið að leka inn í bílinn (ætti ekki að gera það, það er nýtt :lol: ) eða þá að adrenalínið er svona mikið og einbeitingin :shock:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 43 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group