Smá pælingar. Nú heyrði ég hent fram einhverjum tölum.
30 þús kall á mánuði ef þú keyrir alla daga.
+ Hrapandi fasteignaverð í þessum bæjum hér í kring út af þessum tollum.
Sæll! En svo heyrði ég annað, að þessir tugir milljarða sem koma inn í gengum skatta á bíla (bifreiðagjöld, bensínskatta o.fl.) séu notaðir að mestu í annað. Ekki nema 1/3 - 1/4 fari í vegakerfið okkar, rest í alls konar aðra hluti.
Stenst þetta? Þurfum við virkilega að hala inn 100 milljörðum í skatta fyrir vegakerfið svo það nái að fara 10 milljarðar í það?
Mér finnst þetta allt orðið frekar ruglingslegt. Teknir inn peningar fyrir eitt, eyrnamerktir því verkefni en notaðir í annað, og þá þarf að rukka inn meira fyrir verkefnið sem átti að fá peninginn?
Google hjálpar mér lítið með þetta vandamál mitt

Fann t.d. smá texta í lögum um landhelgisgæsluna..
http://www.althingi.is/lagas/132a/1967025.html"Í sjóð, er nefnist Landhelgissjóður Íslands, skal renna sektarfé og andvirði upptækra verðmæta vegna brota gegn fiskveiðilöggjöfinni, og enn fremur björgunarlaun, svo sem segir í 12. gr. laga þessara."
"19. gr. Dómsmálaráðherra hefur á hendi stjórn sjóðsins. Skal ávaxta fé hans í Landsbankanum. Reikningur hans skal birtur árlega með öðrum reikningum ríkisstofnana."
Væri til í að sjá lista yfir þessa reikninga ríkisstofnanna..

Þeir eru þarna einhversstaðar, bara hvar er spurningin

Því það á að minnka fjárlög í "Landhelgissjóð Íslands" úr 1.655,8 milljónum í 510,4 milljónir. Eru þeir að fá þessa peninga "aukalega" eða? skil ekki

Þetta er væntanlega ekki þetta "sektarfé" sem Á að renna í þennan sjóð?