Spiderman wrote:
Samkvæmt skráningarskírteininu virðist hann upprunalega hafa verið rauður. En bílasalinn sagði við mig að þessi bíll hefði verið gerður upp úr 2-3 911 bílum þannig það getur vel verið að boddýið hafi verið upprunalega gult.
Eftir því sem Beggi sagði mér þá er það ekki rétt. Hann var gulur fyrst, svo rauður og nú svartur. Það sést líka nokkuð vel að guli liturinn er fyrsta lagið, ég sé enga boddíparta sem ekki eru með þessu "mynstri" ef svo mætti kalla þannig að ég sé ekki betur en að hann sé með allt boddíið upprunalegt, í það minnsta síðan hann var gulur því það sést í gult og rautt allstaðar ef maður gáir vel undir lista og svoleiðis.
Nú er ég að reyna að lesa úr VIN númerinu og hef nú ekki fengið upplýsingar um litinn ennþá.
Eflaust á þetta allt eftir að skýrast nánar, en ég hefði gaman af því að vita hvort hreinlega borgi sig ekki að sprauta hann allann ef maður ætlar á annað borð að sprauta afturbrettin á honum og í kringum afturrúðuna.
Þá held ég einmitt að farsælast væri að strippa hann niður að upprunalega litnum.
Þetta er liturinn sem ég tel að hafi verið á honum upprunalega.
Hér eru svo þær upplýsingar sem VIN númerið gaf mér.
911, 1977 árgerð, vél 911/911S 2.7l R.O.W (R.O.W = Rest Of World), Coupé, og númer 1732.
Ef hann er með upprunalega vél (ég sé ekki á skjöldin á vélinni) þá eru þetta spekkarnir (kann einhver að breyta pundum í NM?)
1977 2.7 911 R.O.W. 8.5:1 2687 cc 165 @ 5800 RPM 176 lb/ft @ 4000 RPM, já og þetta er DIN mæling á hestöflunum.