gdawg wrote:
Það eru reyndar nokkur lykilatriði sem er vert að skoða, í fyrsta lagi þá er ekki búið að samþykkja þessar reglur OG Bernie er á móti þessu og það eru raddir innan F1 sem eru sammála honum. Það er MIKLU ódýrara að halda í 2.4 V8 en að fara út í þróunarvinnuna á bak við 1.6 túrbó og það er klárt mál að það er lítið sem hægt er að læra af fyrri túrbó ævintýrum Formúlu 1, þar var bara boostað í drasl og vonað að mótorinn hangi saman í rúmlega klukkutíma, það var liggur við skipt um vélar eins og dekk!
Annað eru leiðirnar sem verða farnar í að takmarka kostnað og afl, það er ekkert minnst á hvað það er nákvæmlega en sem dæmi þá gæti vel hugsast að stöðluð túrbína verði notuð, sem ekki beint hjálpar til við þróun.
Menn bíða samt spenntir eftir þessu
siggir wrote:
FIA stefnir á universal vél í öllu mótorsporti, 1.6l turbo til að auka hagkvæmni og minnka útblástur. Samskonar vél verður t.d. í WRC á næsta ári. Þetta tengist víst einhverjum evróputilskipunum, mega súrt.
Global Race Engine conceptið hefur verið blásið af en í staðin kom "Appendix Engine" sem er 1.6 túrbo og verður notuð í WRC og S2000 touring car bílum, hún er með öndunartakmörk sem takmarka aflið við um 280-300hö. (Allt um þetta í nýjasta hefti Race Car Engineering)
Beint úr Cosworth herbúðunum

Annars hef ég minni áhuga á þessum því meiri stöðlun er í gangi.
Í mesta lagi fixed bensín notkun. Það verður að vera opið með hvaða túrbínu á að nota eða hversu margar.
Annars er þetta bara sameiginlegt þróunarverkefni sem væri hægt að gera bakvið luktar dyr,
Annnars verður WERS eða Waste energy recovery systems þróun á sama tíma frekar spennandi, og þá takmarkið að reyna fá meira fyrir magnið af bensíni,
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
