Þetta er reyndar Momo stýri og ég er nokkuð ánægður með það, geysilega þægilegt og úr leðri
En jú - ég er að læra að keyra uppá nýtt en þessi bíll kemur VERULEGA á óvart! Það er lygilegt hvað þetta liggur vel og hann "trakkar" alveg ótrúlega, þetta er meiri spurning um að treysta honum í beygjuna og taka hana á fartinni heldur en að bremsa og gefa svo inn.
Það er nokkuð skondið að bera þetta saman við M5... 911 hallar nánast ekkert í beygjum, hann tekur hana bara á full speed, hinsvegar hef ég enga hugmynd um hvar mörkin eru á 911 en maður var alltaf með á hreinu hvar þau voru á M5 og því var auðvelt að keyra hann.
Eitt sem mér finnst mjög athyglisvert er að ég keyrði áðan með 4 fullorðna í bílnum og mér fannst það ekki hafa nein teljandi áhrif á hröðun eða hegðun, en ég man alltaf eftir því að M5 fannst mér alltaf latur og andlaus þegar ég var með fjóra fullorðan í honum - þetta var svona það fyrsta sem ég er að taka eftir.
Ég sé fyrir mér að ég eigi rétt eftir að krafsa í yfirborðið á getu þessa bíls eftir sirka 2 ára akstur en á sirka 3 mánuðum var ég komin með mjög góð tök á M5.
Þetta er furðulegur bíll í akstri! INVOLVING er það fyrsta sem mér dettur í hug
já, og hann er ekki slæd vænn - ég hef ekki ennþá náð að hreyfa rassinn á þessu, ég óttast gripið mjög mikið, það verður ekkert grín þegar hann missir það. Ég fer því MJÖG varlega!