fart wrote:
Solid wrote:
Kistufell eru víst í einhverjum mega vandræðum með að redda stimpilstöng í bílinn.
Andskotans vesen!
Orginal stöng? eins og þessi
http://cgi.ebay.de/Original-MINI-R52-R5 ... 20aa7e5fe1Takk fyrir þetta

Ég benti kistufelli á þessa, en þó veit ég ekkert hvort hún hafi verið pöntuð eða ekki.
---
En meðan ég fæ ekkert að vita og ekkert gerist í vélinni, er ég að dunda mér við að gera smá details á bílinn.
Prufaði að mála aðra bremsudæluna gula hjá mér og fannst mér það koma helvíti vel út bara! (Ath. liturinn er mun skærari gulur heldur en á myndinni)

Þannig ég tek hina dæluna líka bara og fer svo aðra umferð yfir báðar eftir 6 vikur. Ætti maður að taka afturdælunar líka eða eru menn bara að gera þetta við framdælurnar hjá sér ?
Var svo að teikna augu á pappír og sjá hvernig það kemur út, ætla klárlega að græja svona augu í photoshop og láta prenta út límmiða fyrir mig eða gera það sjálfur.

Næsta sem ég ætla að gera er að græja panil fyrir tvo 52mm mæla í miðjustokknum úr trefjaplasti.

Svo er líka pælingin að byrja leggja fyrir hljómflutningstækjunum sem koma í hann.