SteiniDJ wrote:
Þetta er enginn hernaður þarna í Afganistan. Þeir eru ekki að berjast á móti þjóð, þeir eru að berjast á móti skæruliðum sem nota taktík sem virkar vel á móti risaher og er breyta tölur litlu þegar það kemur að því að veiða þá niður.
En ef þetta væri "total warfare", þar sem hvert einasta mannsbarn væri skotmark, þá væri þetta stríð löngu búið og Afganistan gjörsamlega snautt af lífi (fyrir utan Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra).
Það væri ekki "total warfare"... það væri bara þjóðarmorð.
Annars held ég að þessir blessuðu carrier flotar séu ekki svo ósigrandi eins og margir vilja meina. Maður sá nú í Falkslandsstríðinu hversu auðvelt getur verið fyrir skip að falla fyrir ódýrum eldflaugum. Svo ég tali nú ekki um hversu auðvelt það er ábyggilega fyrir kafbáta að granda þessu í massavís.
Jújú þeir hafa allskonar counters á skipunum, eins og þessar svaka Phalanx/Goalkeeper miniguns sem eiga taka niður eldflaugar, og einhverjar svaka þyrlur með segulsviðsmæla til að sjá kafbáta... en það hefur nú bara sýnt sig að svona hlutir virka bara fullkomlega á pappír.
Bandaríkin eru ekki svo ósigrandi lengur.
[/armchairgeneral]