Alpina wrote:
Dóri- wrote:
ég hef farið með bíl út og blastað niðureftir, að keyra þangaðtil maður veit ekki hvort maður sé vakandi eða sofandi er asnaleg tilfinning

ég fór með ekkert plan og ég eyddi alveg frekar miklum tíma að finna gistingu þar sem gpsið mitt var out dated varðandi svoleiðis.
Svo fann maður internet cafe og þá tók við að finna stæði...
Meira info um bíl osfrv og hvenær
uhm ég fór með bíl út fyrir félaga minn peugot dós einhverja og svo í sumar flaug ég út til köben þar sem bíllinn er og fékk hann lánaðann og keyrði frá köben til frankfurt, non-stop og var þar eitthvað, kom við á slaufunni, þorði samt ekki að taka hring... svo til frakklands belgíu og svo amsterdam
tæpir 4000þkm
mér finnst ekkert neitt dýrt að taka svona túr ég fór þetta fyrir svona 150þ með öllu(ódýr hótel og ódýr tjaldsvæði), á bíl sem eyddi 5l/100km, en þá var það nátturulega flug í staðinfyrir smyril line.
langar voða lítið í norrænu eftir síðustu reynslu...
það sem stóð samt mest uppúr finnst mér er frakkland þar var alveg mjög heitt og þægilegt, virkilega gaman að henda gps inu í hanskahólfið og reyna að rata eitthvað, maður lenti á svo mörgum fallegum stöðum.

það sem ég sá af þýskalandi var mjög skítugt og mikið verið að reyna að svíkja okkur, löggan var algert pain og lenti í að vera stoppaður í miðborg frankfurt og það tók alveg hálftíma að tala við þá og svo korteri seinna var ég aftur stoppaður og lenti í nákvæmlega sama prósess aftur, símtal í interpool, öll skilríki skoðuð allir pappírar yfir bílinn, VIN nr og allt... Það er hægt að ferðast um evropu án vegabréfs en skilríkin okkar, ökuskirteini og þessháttar er ekki tekið gilt og þá er maður með smá vesen, vegabréf er held ég eina skilríkið sem gildir í evrópu...
já og ekki setja hendurnar í vasann ef að þið eruð að tala við lögguna
