Eins og Herr Alpina benti á þá er orðið ansi langt síðan eitthvað sást eða gerðist í þessum annars ágæta bíl.
Það er mikið búið að vera að gera hjá manni í sumar, flutningar, vinna og fleira þannig maður hefur ekki mikið verið að brasa í þessum.
En stefnan er að vera svolítið duglegur í vetur svo að bíllinn verði í toppstandi.
Það helsta sem þarf að gera er að græja annan dempara eða láta laga þennan sem er fyrir.
Það sprakk nefnilega einn af fínu Koni stillanlegu dempurnum sem ég setti í bílinn að framan. Góð nýting það, entist í 500-1000 km
Og ég tók meira segja ekkert á bílnum af viti. Mætti einu sinni upp á braut.
Annars er planið fyrir veturinn:
- Græja dempara að framan.
- Setja M50 manifold á mótorinn ásamt öðrum brake booster.
- Setja ál-strutbar sem ég á til að framan.
- Smíða hitaskjöld fyrir loftsíuna
- Græja Mtech1 sílsana á og mála aftur sílsana á bílnum og annað grjótkast svo það ryðgi ekki undir listunum.
Svo er nú planið líka að láta þessa blessuðu Winkelhock stóla í bílinn, sé hvað ég kemst langt með þennan lista minn
Stefnan er alla vega að nota þennan eitthvað næsta sumar. Ég skelli inn myndum eins og ég hef gert iðulega á meðan ég er að vinna þetta
