jonthor wrote:
Punktur 1. sammála, engin krónubréf hefðu styrkt krónuna og skekkt þannig myndina.
Punktur 2. Það var verið að dæma gengislánin ólögleg í gær. Hvað ef almenningi hefði ekki boðist erlend lán? Hefðu þá ekki hærri stýrivextir einmitt heft þenslu? (Eitthvað sem er ekki hægt í EU)
Punktur 3. Þetta kemur krónunni ekki við. Almennt var talið að seðlabankar heimsins myndu vera lánveitendur til þrautavara og almennt hefur það reynst rétt. Kerfið var bara of stór hér, við gátum það ekki. Íslenska ríkið getur bara prentað krónur, svo öll þrautalán hefðu þurft að fara fram í gegnum lán seðlabanka erlendis frá. Bankarnir óðu í fjármögnun vegna þess að menn trúðu því að ríkið myndi bjarga þeim, það er ekki hægt að gera með peningaprentun á íslenskum krónum.
Krónan spilaði stórt hlutverk í hruninu, ég er ekki að gera lítið úr því. Ég er bara gríðarlega ósammála að hún sé rót vandans. Ef við hefðum haft Evru þá hefðum við einfaldlega verið í öðrvísi vandamálum. Allir eru að tala um þá töfra sem lágir vextir gefa almenningi? Bíddu, er ekki ljóst miðað við lánagleði Íslendinga hvað hefði gerst hér ef við hefðum getað fengið lán á enn lægri vöxtum en við gerðum? Enn meiri þensla, enn meiri bóla, enn stærra hrun á markaði. En það er einmitt vandamálið sem grikkland, spánn, ítalía, írland og portúgal eru að glíma við. Hrun á svakalegum bólum á vel flestum eignamörkuðum, einmitt vegna þess ríkin og almenningur gátu fengið lánað á allt of lágum vöxtum miðað við undirliggjandi áhætti.
Krónan hefur sína stóru galla vegna stærðar landsin, en Evra er ekki lausnin. Lágir vextir eru engin töfralausn, þvert á móti. Evran hefur stórkostlega undirliggjandi galla sem allt of fáir hafa kynnt sér sem eru að ræða inngöngu Íslands í ESB.
Það má alls ekki taka mitt input sem einhvern PRO-EU áróður.
Varðandi 2. þá er alveg spurning hvort að við hefðum nokkurntíman upplifað sömu þennslu og við gerðum ef við hefðum haft stöðugri gjaldmiðil. Styrking krónunar gerði okkur kleift að fara út í hluti sem við hefðum aldrei geta gert, þannig að þarna er ég sammála þér að ef menn hefðu ekki farið í erlend lán hefði krónan virkað, en rót vandans er einmitt sú að menn höfðu frjálsar hendur með það hvað þeir keyptu, ekki bara lánin heldur líka þeir sem keyptu fyrir cash. Þ.a.l. var þennslaukandi í vissum skilningi að hafa krónuna, því að evra hefði alltaf verið evra og dollari dollari.
Við upplifðum hinsvegar tíma þar sem að allt varð ódýrara erlendis, stöðugur og viðvarandi afsláttur erlendis í formi of sterkrar krónu var hirkalega þennsluaukandi.
Varðandi 3 þá var íslenska ríkið of hátt metið, En af sama skapi voru bankarnir alltof hátt metnir, fyrst og fremst vegna bull hagnaðar sem varð til vegna stöðutöku og gjaldeyrishreyfinga. Enn og aftur.. ef allir hefðu verið fastir í stærri mynt hefði þetta verið hagnaður sinnum 1 deilt með 1, en ekki hagnaður í ISK sem síðan skapaði óraunhæfa arðsemi sem síðan skapaði alltof háa einkunn og ótakmarkaðan aðgang að lánsfé.
Þau lönd sem hafa lent í stærstu vandamálunum eru lönd sem búa við sömu vandamál og ísland, þ.e. eru með heimamynt en skuldsettu sig í "erlendri" aðallega venga of mikilla auðsáhrifa útaf háum stýrivöxtum heima fyrir og þ.a.l. ofmetinni mynt. Grikkland er sérdæmi, þar voru stjórnmálamenn hreinlega að kokka bækurnar, Írland er líka slæmt dæmi því að þar ætluðu menn að búa til fjármálamiðstöð á korteri og því varð úr ofurþennsla á t.d. fasteignamarkaði.
Löndin sem brunnu inni eru Baltics og austur evrópa ásamt Íslandi. Ég hef ekki lagt í nákvæma rannsókn á því, en mig grunar að hlutfall þjóða sem eru í lagi sé hærra en hlutfall þjóða sem eru á jaðrinum (Noregur ekki talinn með

)