Hamraði þetta inn á blýfót áðan, fyi if interested
Ég get allavega fullyrt að kuldi og metan eru ekki góðir vinir. Bílskúr er vinur metansins, hinsvegar er ég ekkert hrifinn af því að setja bílinn inn þar inn allan í salti... Bíllinn er stilltur þannig að metanið kikkar inn á aðeins 60°, það er ansi lágt, oftast eru þetta sub 500m og þá kviknar á kerfinu. Það er T stykki sett á lögnina sem liggur inn á miðstöðina í hvalbaknum. Þar er tekið inn og út á metankerfið, notað til að hita það upp áður en það fer inn á mótorinn. Ekkert ólíkar túrbínum, ein per fjóra cylindra.
Má segja að verstu aðstæður til að kerfið fari inn er þegar maður er stopp og maður er að fara að beygja, þá kemur aukið álag af stýrisdælunni. Bestu aðstæður er venjulegur akstur. Þetta einfaldlega lærist, við ökum aðallega í miðbænum þannig það eru eiginlega verstu aðstæður fyrir metanið, þrátt fyrir það kemur þetta vel út. Konan er mun meira á bílnum en ég, það er ekkert mál að kúpla á milli, t.d. ef gasið klárast í akstri þá eru litlar líkur að maður taki eftir skiptingunni. Ég hef lent í því að ætla að fylgjast mjög vel með því og síðan var bensínið komið á án þess að ég hefði tekið eftir því. Það er grafískur hitamælir á honum og metanið fer alltaf inn á nákvæmlega sama stað. Ég get alveg slökkt á metaninu þó svo það sé byrjað að koma inn, tekur 2-4 sek. Byrjar á einum cylinder og síðan koll af kolli.
Það eru þrír kútar á honum 55L(í skottinu) + 55L(í skottinu) + 28L(undir bílnum), í þetta fara um 30L af metani og drægnin er 200+ km. í utanbæjarakstri. Eins og ég sagði þá er aksturinn á honum aðallega í miðbænum og ég hef hreinlega ekki mælt hann þar, enda meðalhraðinn eflaust undir 30 km/klst. Það er amk. helmingi ódýrara að reka hann allavega í dag.
Við erum að setja bensín á hann á 1-2 mánaða fresti, langoftast set ég bara 10 þús kall á hann svo maður sé ekki að þyngja hann of. Bensíntankurinn er úr plasti þannig ég hef litlar áhyggjur af því að fylla hann ekki alveg.
Kútarnir eru þungir, g-vagninn þolir þetta vel, en veit af öðrum bílum sem hafa bara farið alveg á rassgatið. Hann lækkaði kannski um 1cm að aftan, meira er það ekki. Ég lét setja trefjakúta í hann sem eru 30 kg léttari, hinsvegar er þyngdin alveg aftast og því erfitt að eiga við hana.
Mútta var að fjárfesta í nýjum NGT B-klassa benz, hún á bíla í 10-15 ár. Merkilegt nokk þá held ég að hún hefði keypt metanbíl þó ég hefði ekki átt slíkan. Þetta er frekar máttlaust, en þvílíkt pláss í þessu og sniðugur bíll. Ég myndi hiklaust kaupa svona bíl ef ég væri að kaupa bíl í dag. Upphaflega ætlaði ég að selja G-bílinn núna í vor, en nú er þessi bíll orðinn furðurlega praktískur, ekki skemmdi að bifreiðagjöldin fóru í skellinöðruflokk. Þrátt fyrir kútana er hellings pláss í skottinu. Þetta er keeper, bjallan er það einnig. Það eru engir aðrir bílar á markaðnum sem ég væri frekar til í að eiga.
Þetta er frábært fyrir íbúa Kef. city, Selfoss og Hveragerði, sér í lagi ef viðkomandi vinnur í bænum. Þarna væri metanið að gera svo fáranlega góða hluti!
EDIT:
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2011/02 ... _119_dali/