bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 12:23

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 116 posts ]  Go to page Previous  1 ... 4, 5, 6, 7, 8
Author Message
PostPosted: Wed 18. Aug 2010 09:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Komin smá reynsla á þetta.
Við teljum okkur hafa gefið þessum ágæti bíl framhaldslíf.
Hann er að fara um rétt um 200 km í blönduðum akstri fyrir 3500 kall eða svo, má reikna upp að það kosti álíka mikið að reka hann og 9L bíl.

Kostir:
Bensínkostnaður u.þ.b. helmingast, hjá mér um 30þ á mánuði, 360 á ári. Það tekur því ár og nokkra mánuði að fá þetta til að borga sig
Sparnaðurinn er um milljón per 3 ár.
Umhverfisvænt og innlend orka

Gallar:
Ekki eins kraftmikill, þessi bíll er reyndar mjög öflugur eftir breytinguna
Það er bara tvær stöðvar í Reykjavík(ein við Hlölla uppi á Höfða og ein úti á Völlunum í Haf.) og N1 er með einkaleyfi á dreifingu Metans frá Sorpu(staðan í dag)
Kemst ekki eins langt á fyllingunni

Þetta ætti í raun að vera NGT eins og benz merkir þá, en venst ágætlega, þetta fær að vera á í einhvern tíma..

Image

_________________
Carrera4 964 '91


Last edited by Thrullerinn on Thu 24. Feb 2011 13:26, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Wed 18. Aug 2010 19:50 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
*bling* :thup:

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Wed 18. Aug 2010 20:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 18:57
Posts: 2596
Location: Milemarker 85.
Hvernig er það færð þú ekki líka að leggja frítt í bílastæði í miðbænum ??

_________________
E30 S50B32
X5 3,0i ´02
Artic Cat ZR500 ´98
GSTuning


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Thu 19. Aug 2010 09:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Stefan325i wrote:
Hvernig er það færð þú ekki líka að leggja frítt í bílastæði í miðbænum ??


Hef nú ekki kynnt mér það vel, en það eru tvö græn stæði fyrir framan Sólon með rafmagnsinnstungum en það er yfirleitt sami Range Roverinn í öðru þeirra.

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Thu 19. Aug 2010 17:47 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Fri 23. Nov 2007 13:40
Posts: 716
Svo er bara hvort þú verður ekki skattlagður áður en þú nærð þessu á þessum tima..?

Það er sko í pípunum hjá sköllótta kvikindinu..


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Thu 19. Aug 2010 18:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
20"Tommi wrote:
Svo er bara hvort þú verður ekki skattlagður áður en þú nærð þessu á þessum tima..?

Það er sko í pípunum hjá sköllótta kvikindinu..


Metanið gæti líka verið miklu ódýrara en það er í dag, 60 kall eða svo.. væri best ef það væri einhver samkeppni á þessum markaði, sem vonandi verður eftir nokkur ár.

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Fri 20. Aug 2010 10:17 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 29. Dec 2008 10:17
Posts: 270
Location: Garðabær
Thrullerinn wrote:
20"Tommi wrote:
Svo er bara hvort þú verður ekki skattlagður áður en þú nærð þessu á þessum tima..?

Það er sko í pípunum hjá sköllótta kvikindinu..


Metanið gæti líka verið miklu ódýrara en það er í dag, 60 kall eða svo.. væri best ef það væri einhver samkeppni á þessum markaði, sem vonandi verður eftir nokkur ár.


Þá hlýtur Skattmann að finna leið til þess að skattleggja þetta því jú skattpeningurinn á að fara í gerð og viðhald vega etc.....

_________________
Benedikt Hans Rúnarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Fri 20. Aug 2010 10:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Voðaleg neikvæðni er þetta.... Ef metanið verður skattlagt meira þá verður annað eldsneyti eflaust skattlagt í samræmi svo það verður alltaf töluvert ódýrara.

Þessi breyting lagfærði nákvæmlega það eina sem var hægt að setja út á þennan bíl, eldsneytiskostnað. Núna þegar eldsneytiskostnaðurinn er orðinn sambærilegur og á Avensis þá er þessi bíll bara orðinn fullkominn :thup:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Sun 22. Aug 2010 12:20 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Thrullerinn wrote:
Stefan325i wrote:
Hvernig er það færð þú ekki líka að leggja frítt í bílastæði í miðbænum ??


Hef nú ekki kynnt mér það vel, en það eru tvö græn stæði fyrir framan Sólon með rafmagnsinnstungum en það er yfirleitt sami Range Roverinn í öðru þeirra.



Frítt í stæði í 90 mínútur:

Bensínbílar: Eyðsla í blönduðum akstri er 5,0L/100km eða minna og CO2 útblástur að hámarki 120 g/km.
Díselbílar: Eyðsla í blönduðum akstri er 4,5L/100km eða minna og CO2 útblástur að hámarki 120 g/km.
Aðrir orkugjafar: Rafmagns, metan- og vetnisbílar. Tvíorkubílar (hybrid) sem nota t.d. metan/bensín eða etanól/bensín og eyðsla fer ekki yfir 5,0L/100km í blönduðum akstri og CO2 útblástur að hámarki 120 g/km.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Tue 14. Sep 2010 17:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Létti mikið við að lesa þetta :thup:

Image

Spurning hvort Sorpa sitji á gullnámu

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: MB G500
PostPosted: Thu 24. Feb 2011 13:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Hamraði þetta inn á blýfót áðan, fyi if interested

Ég get allavega fullyrt að kuldi og metan eru ekki góðir vinir. Bílskúr er vinur metansins, hinsvegar er ég ekkert hrifinn af því að setja bílinn inn þar inn allan í salti... Bíllinn er stilltur þannig að metanið kikkar inn á aðeins 60°, það er ansi lágt, oftast eru þetta sub 500m og þá kviknar á kerfinu. Það er T stykki sett á lögnina sem liggur inn á miðstöðina í hvalbaknum. Þar er tekið inn og út á metankerfið, notað til að hita það upp áður en það fer inn á mótorinn. Ekkert ólíkar túrbínum, ein per fjóra cylindra.

Má segja að verstu aðstæður til að kerfið fari inn er þegar maður er stopp og maður er að fara að beygja, þá kemur aukið álag af stýrisdælunni. Bestu aðstæður er venjulegur akstur. Þetta einfaldlega lærist, við ökum aðallega í miðbænum þannig það eru eiginlega verstu aðstæður fyrir metanið, þrátt fyrir það kemur þetta vel út. Konan er mun meira á bílnum en ég, það er ekkert mál að kúpla á milli, t.d. ef gasið klárast í akstri þá eru litlar líkur að maður taki eftir skiptingunni. Ég hef lent í því að ætla að fylgjast mjög vel með því og síðan var bensínið komið á án þess að ég hefði tekið eftir því. Það er grafískur hitamælir á honum og metanið fer alltaf inn á nákvæmlega sama stað. Ég get alveg slökkt á metaninu þó svo það sé byrjað að koma inn, tekur 2-4 sek. Byrjar á einum cylinder og síðan koll af kolli.

Það eru þrír kútar á honum 55L(í skottinu) + 55L(í skottinu) + 28L(undir bílnum), í þetta fara um 30L af metani og drægnin er 200+ km. í utanbæjarakstri. Eins og ég sagði þá er aksturinn á honum aðallega í miðbænum og ég hef hreinlega ekki mælt hann þar, enda meðalhraðinn eflaust undir 30 km/klst. Það er amk. helmingi ódýrara að reka hann allavega í dag.

Við erum að setja bensín á hann á 1-2 mánaða fresti, langoftast set ég bara 10 þús kall á hann svo maður sé ekki að þyngja hann of. Bensíntankurinn er úr plasti þannig ég hef litlar áhyggjur af því að fylla hann ekki alveg.

Kútarnir eru þungir, g-vagninn þolir þetta vel, en veit af öðrum bílum sem hafa bara farið alveg á rassgatið. Hann lækkaði kannski um 1cm að aftan, meira er það ekki. Ég lét setja trefjakúta í hann sem eru 30 kg léttari, hinsvegar er þyngdin alveg aftast og því erfitt að eiga við hana.

Mútta var að fjárfesta í nýjum NGT B-klassa benz, hún á bíla í 10-15 ár. Merkilegt nokk þá held ég að hún hefði keypt metanbíl þó ég hefði ekki átt slíkan. Þetta er frekar máttlaust, en þvílíkt pláss í þessu og sniðugur bíll. Ég myndi hiklaust kaupa svona bíl ef ég væri að kaupa bíl í dag. Upphaflega ætlaði ég að selja G-bílinn núna í vor, en nú er þessi bíll orðinn furðurlega praktískur, ekki skemmdi að bifreiðagjöldin fóru í skellinöðruflokk. Þrátt fyrir kútana er hellings pláss í skottinu. Þetta er keeper, bjallan er það einnig. Það eru engir aðrir bílar á markaðnum sem ég væri frekar til í að eiga.

Þetta er frábært fyrir íbúa Kef. city, Selfoss og Hveragerði, sér í lagi ef viðkomandi vinnur í bænum. Þarna væri metanið að gera svo fáranlega góða hluti!

EDIT:
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2011/02 ... _119_dali/

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 116 posts ]  Go to page Previous  1 ... 4, 5, 6, 7, 8

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group