John Rogers wrote:
Jónas wrote:
Góð orð þarna.
Ég er alveg frekar hlyntur ESB, þótt maður sé ekkert með allt á hreinu í sambandi við það. En ég vill meina að við VERÐUM að spila með einhverjum í liði, getum ekkert verið ein úti á ballarhafi. Stöndum best að vígi í ESB held ég
Verð nú að segja að þeir sem réttilega bentu á að umræða um ESB hafi verið á mjög lágu plani geta nú m.a. vísað
í ofannefndan pistil sínu máli til staðferstingar. Nú halda eflaust margir að staðreyndir um Davíð Oddson og Björn Bjarnarson
hafi farið fyrir brjóstið á mér, en svo er ekki. Mér ber ekki hlýhug til þeirra frekar en annarra stjórnmálamanna(eða fyrrverandi,
eftir hvernig á það er litið).
Pistlahöfundur talar í meginatriðum um sína persónulegu reynslu af því að búa í Bandaríkjunum annars vegar og Evrópu hins vegar
og til sönnunar um það sem honum finnst um ESB(þ.e. að ESB sé sá staður sem Íslandi sé best borgið) þá ritar hann í lengra máli
um Department of Motor Vehicles og mæðu sína um að kaupa notaðan bíl í BNA, heldur en að færa rök fyrir þessari einstöku ESB dvöl sinni. Ég tek nú fram að ég hef búið á hvorugum staðnum, en komið hef ég á báða staði sem ferðamaður sem er nú vart í frásögur færandi því það gefur manni ekki mikla innsýn í daglegt líf á hvorum staðnum.
En maður les milli línanna í títtræddum pistli sést að:
1. Höfundur hefur dálæti á ESB(sem er svosem allt í lagi, menn hafa rétt á sínum skoðunum). Sumir mundu benda á þetta sem ókost og telja hann vera litaðann þessu í umræðu um ESB, en menn verða jú að mega taka afstöðu og hann tekur afstöðu með ESB.
2. Höfundi finnst það mjög mikilvægt(og jafnvel mikilvægast af öllu) að auðvelt sé að skíra barn sitt nafni sem ekki falli í nefnavenjur þess ríkis sem hann býr í, og að skriffinnska við að kaupa notaðan bíl sé lítil(mér skilst að hún sé ekki mikil á Íslandi þegar þetta er skrifað). Dreg þessa ályktun af því að hann rökstyður ekki frekar hvers vegna Ísland ætti heima í ESB nema að þessu leyti.
3. Höfundur heldur því fram að ESB sé ólíklegra til að stefna að heimsyfirráðum einfaldlega vegna þess að þar starfa "einungis" 50 þúsund manns borið saman við 2 milljónir í stjórnkefi Bandaríska alríkiskerfisins.
Maður þarf nú ekki annað en að líta létt yfir sögubækurnar til að sjá, að það þarf ekki 2 milljónir manna til að ætla sér heimsyfirráð. Það þarf ekki 50 þúsund manns til þess heldur. Stundum hefur nú bara dugað að hafa einn nógu fjandi sannfærandi og kláran til að taka heila þjóð eða jafnvel þjóðir og setja heiminn á annan endann.
Ég hvet menn til þess að kynna sér forsögu þeirra landa sem eru hryggjarstykkið í Evrópusambandinu. Þetta eru lönd eins og Frakkland, Bretland, Spánn, Þýskaland, Belgía og Holland, Ítalía.
Nokkur þessara(ekki öll!) ríkja hafa gengið ansi langt í villimennsku sinni um heim allan. Í stuttu máli nýlendustefna með tilheyrandi þrælahaldi og almennum viðbjóði, borgarastyrjöldum sem þessari stefnu fylgdi og svo það sem í kjölfarið fylgdi var algjör yfirráð viðkomandi evrópuríkja yfir auðlindum víða um heim, með því yfirskini fyrst um sinn að þetta væri heimamönnum fyrir bestu. Fljótlega kom í ljós að svo var ekki.
Best er að lesa amk kaflann frá 1600-1920 í mannkynssögunni til að ná í skottið á þessum hrottum. Nýlenduherrarnir hagnast á því að tíminn græðir margt sárið. En það verður ekki aftur tekið það sem þegar er ritað í steininn.
Nú kemur loks að minni skoðun í þessu öllu, og hún er skýr(ég nenni ekki að rökstyðja frekar af hverju ekki ESB, þetta er þegar orðið of langt)
Það er kominn tími til að hindra það að í enn eitt skiptið komi þessi ríki að erlendri grundu, planti þar fána sínum í jörð í nafni konungsins eða drottingar(í þessu falli ESB og þeirra fjölmörgu skipuðu fulltrúa sem fólkið ekki kýs beint) og nemi þar land með öllu sem því tilheyrir=> Éti fiskinn, noti rafmagnið, baði sig í heita vatninu, flytji út kalda vatnið og selji það og láta svo okkur halda í eina sekúndu að við séum að hagnast á þessu, og ef svo ólíklega vilji til að olía finnist hér í vinnanlegu magni við Íslandsmið þá getiði bókað að Íslendingar sjá ekki dropa af henni.(Minni menn á það að það ríkir vatnsskortur hjá mjög stórum hluta heimsbyggðar, og á sama tíma er verið að selja drykkjarvatn úr brunnum jarðar, meðan fólk fær ekki það sem fyllir upp í um 65-75% af líkama þess).
Það getur vel verið að við fjárhagslega högnumst á þessu til lengri tíma litið, en ég bara einfaldlega vil ekki spila í liði með þessum villimönnum sem hafa kúgað fólk frá upphafi vega(og hafa einnig skitið á okkur eftir hrunið sbr. Icesave). Ég held reyndar að auðlindir Íslands verði þær í eigu íslendinga sjái um að halda skútunni á floti í nokkuð langan tíma, þó ég hafi ekkert fyrir mér í því nema perónulega tilfinningu, enga útreikninga.
En ég tek fram, þetta er bara mín skoðun. Opinn fyrir gagnrökum og skítköstum
Þess vegna vil ég ekki ESB.
