Jæja nú er ég byrjaður að rífa 325i í sundur,
það fór hjá mér heddpakning og fór ég með bílinn á verkstæði í Júlí á síðasta ári, Það var smíðuð kopar heddpakning og allt hert saman en samt lak inn í vatnsgang, Þannig að verkstæðið samdi við mig að ég myndi taka bílinn og þá þyrfti ég bara að borga efnið sem var 50.000 (vinnan vara 100.000) og ég tók bílinn.
Verkstæðið sagði við mig að heddið væri sennilega sprungið.
Ég var nú ekkert að kaupa það vegna þess að þeir þrýstiprufuðu heddið og þá var allt í lagi, ég hugsaði bara með mér, helvítis kopar pakningin er bara ekki að þétta.
Og það kom í ljós.. Mér hefði fundist allt í lagi hefði helvítis pakkningin bara ekki virkað, það hefði bara verið góð tilraun til að betrumbæta, en það sem var að voru mannleg mistök hjá samansafni af fólki.
Heddpakiniginn sem þeir létu smíða var
hálf kláruð.´
það vantaði að klára að gera götin fyrir vatnsganginn.
Hvaða hálviti sem er í heiminum hefði séð að heddpakkningin var ekki tilbúin.
Spurnigar :
Hver afhenti pakhninguna svona???
var það gaurinn sem smíðai hana ???
var hann í fríi???
hver tók við henni???
bar bifvélavirkinn pakkninguna ekki saman við gömlu pakkninguna???
bifvélavirkinn sem setti bílinn saman, hvernig fór hann að því að taka ekki eftir þessum mistökum??????????
En þetta verður lagað af mér ég fer aldrei með bílin minn aftur á verkstæið (aldei að segja aldrei

)
margt annað var að, en ég nenni ekki að þylja það upp. Ég redda þessu bara sjálfur.
Oskard tók myndir í gær, þannig að ef hann er í stuði þá mætti hann alveg pósta þessum fallegu myndum.

eða þannig
