IngóJP wrote:
Palli hvað er sett á imprezuna þína á bgs og hvað myndir þú setja á hana?
Get ekki sett þetta í sama flokkinn því miður. Myndi skilja þetta komment ef ég væri að reyna að næla mér í einhvern gullmolan hérna inn á sem skv bgs er verðlaus en búið er að eyða ómældum tíma og ást í

Eins og búið er að koma fram þá er engin að tala um eldri bíla sem bgs setur ekkert raunhæft mat á.
Það er eingöngu verið að tala um nokkuð normal kannski ca 4 ára gamla bíla sem engin er búin að eyða milljónum í breytingar í og hafa staðið inn í skúr og verið dundað við meirihlutann af lífinu sínu

Flestir gegnt bara nokkuð normal family hlutverki hingað til.
Ef þetta er málið þá gæti ég alveg eins sett 4 milljónir á Accordinn minn bara svona just because

Ég bara því miður get ekki verið sammála því að Benz og BMW séu ekki vísitölubílar. Mikið af þessum ódýrari voru seldir út úr umboði til týpískrar vísistölufjölskyldu. Held það séu allavegana 1 eða 2 í götunni minni sem gegna sama tilgangi og Accordinn minn og Focusinn hjá nágrannanum. Ég skil þessa lógík fyrir meira spes týpur eða eins og ég hef sagt hér fyrir ofan bíla sem eru unique. Ég skil ekki alveg afhverju "normal" útgáfur af þessum bílum fylgja ekki sömu lækkunum og aðrir bílar. Ekkert illa meint eða meint sem eitthvað diss, ég er bara búin að vera að velta fyrir mér ástæðuna og var að vonast til að einhver gæti gefið mér haldbæra ástæðu fyrir þessu

Mér er sama hvaða týpa af bíl þetta er, eigandinn er að mínu áliti nett veruleikafyrrtur ef hann ætlast til að fá tvöfallt verð bílsins ef hann hefur ekkert til að bakka það upp eins og breytingar, aukahlutapakka frá umboði osfrv. Hef bara því miður rekist alveg óendanlega mikið á þetta síðustu vikur á Benz og BMW en eflaust líka bara vegna þess að ég hef lítið verið að skoða nokkuð annað.
Ég persónulega skil ekki lógíkina að setja milljón of mikið á bílinn til að geta slegið milljón í afslátt af honum og þegar á botninn er hvolft þá fékk kaupandinn engan "afslátt" hann fékk bílinn bara á nokkuð réttu verði
