IceDev wrote:
Toshiba er frekar nýlegt í þessum bransa og er því alveg merkilega reliable því að þeir eru að reyna að staðla sig sem brand name.
Þetta er einfaldlega alrangt!!
Toshiba hefur framleitt fartölvur í 25 ár og hefur verði leiðandi í framleiðslu og hönnun fartölva.
Hér eru nokkrar staðreyndir um Toshiba og fartölvur:
1985 hóf Toshiba að framleiða fartölvur (IBM PC samhæfðar), 1991 var Toshiba fyrst á markaðinn með fartölvu með litaskjá, 1995 var Toshiba fyrst á markaðinn með fartölvu með geislaspilara (CD-ROM), 1997 var Toshiba fyrst á markaðinn með fartölvu með DVD spilara, 2001 var Toshiba fyrst á markaðinn með fartölvu með þráðlausu neti
.... o.s.frv.
Toshiba hefur lengi vel þótt vera með áræðanlegri vélum á markaðinum og m.v. forsöguna þá ættu þeir að vera með þeim fremstu
Þegar ég vann við sölu og ráðgjöf á UT búnaði á milli 1990-2000 þá var Toshiba ávallt besta fartölvumerkið en um leið dýrir. Mig minnir að þeir hafi á tímabili verið með um eða yfir 50% markaðshlutdeild á heimsvísu (IBM PC-samhæft). Svo hækkaði yenið og aðrir náðu inn á markaðinn. Toshiba hefur hins vegar aldrei verið með sterka stöðu á fartölvumarkaðinum á Íslandi.
Sjálfur á ég Acer og hef unnið á HP / Compaq í ca. 10 ár. Af þessum tveimur merkjum eru HP vélarnar áberandi betri. Touchpad-inn á Acernum mínum er einfaldlega asnalega staðsettur fyrir mig. Acer-inn var á ákaflega hagstæðu verði (budget vél með "flott spekk") þegar ég keypti hana og lét því tilleiðast. Ef ég hefði getað fengið Toshiba, Dell eða HP á sambærilegu verði þá hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um!
IBM (nú Lenovo) hafa þótt endast vel en eru að mínu mati leiðinlegar, Dell þykja góðar vélar þó svo að þeir hafi átt sín mistök (eins og núverandi HP vinnuvélin mín sem er alltaf biluð).
Hitt er að "Pro" Acer vélar eiga að vera góðar, a.m.k. voru Acer vinnustöðvarnar og netþjónarnir sem ég seldi fyrir ca. 15 árum síðan drullugóðar vélar sem biluðu aldrei!
