Til sölu er BMW 535i 10.1991 ekinn 189þús.
Mjög skemmtilegur og sprækur bíll 211hp og gefinn upp 7,7 sek 0-100km. Bíllinn er dökkblár (Lazurblau Metallic) en ljósgrár að innan (Silbergrau). Bíllinn kom af færibandinu 14.10.1991 og var skráður í Þýskalandi 25.10.1991. Gírkassinn er mjög mjúkur og skemmtilegur. Allt rafmagnsdótið virkar eins og það á að virka.
M-tech sílsar, bíllinn kom frá verksmiðju með heilu kit'i þ.e. fram og afturstuðara en þeir eru ekki lengur á bílnum. Sílsarnir einir og sér gera þó alveg heilmikið fyrir bílinn. Topplúgan er á sínum stað, sportsæti og Sound System. 535i eru ekki illa búnir bílar þannig til staðalabúnaðr má nefna Stóra Aksturstölvu (Board Computer), kortaljós framí, ABS náttúrlega, samlæsingar, rafmagn í speglum, rafmagn í rúðum o.s.frv.
Bíllinn er snyrtilegur. Hann er á álfelgum 15" cross spoke mjög vel með farnar og fín heilsársdekk Goodyear að mig minnir. Bíllinn er skoðaður '11, blár miði passar við litinn á bílnum og stafina á númerinu. Númerið er AX446 svo það er langt í næstu skoðun.
Nýjir handbremsuborðar, klossar að framan og bremsuvökvi.
Bíllinn var fluttur inn af mér árið 2004 og Jón Ragnar keypti hann af mér. Lenti svo nokkru síðar í afturtjóni sem viðgert var af manni sem keypti bílinn af Jóni Ragnari. Ágætlega vel gert því þetta sést varla eftir öll þessi ár.
Hann selur svo bílinn þegar heddpakkningin fer. Skipt var um heddpakkningu en heddið ekki planað. Ég tók svo heddið af bílnum og þá var cyl 6 mjög ljótur að innan. Í bílnum er því önnur vél úr 735iA bíl. Hún er ekin um 200þús.
Verð 360þús
Ekkert áhvílandi
því miður engar myndir af bílnum að svo stöddu
Allar upplýsingar veitir Aron Jarl í síma 868 1512