bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 18:10

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Tue 29. Jun 2010 20:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Til sölu er BMW 535i 10.1991 ekinn 189þús.
Mjög skemmtilegur og sprækur bíll 211hp og gefinn upp 7,7 sek 0-100km. Bíllinn er dökkblár (Lazurblau Metallic) en ljósgrár að innan (Silbergrau). Bíllinn kom af færibandinu 14.10.1991 og var skráður í Þýskalandi 25.10.1991. Gírkassinn er mjög mjúkur og skemmtilegur. Allt rafmagnsdótið virkar eins og það á að virka.
M-tech sílsar, bíllinn kom frá verksmiðju með heilu kit'i þ.e. fram og afturstuðara en þeir eru ekki lengur á bílnum. Sílsarnir einir og sér gera þó alveg heilmikið fyrir bílinn. Topplúgan er á sínum stað, sportsæti og Sound System. 535i eru ekki illa búnir bílar þannig til staðalabúnaðr má nefna Stóra Aksturstölvu (Board Computer), kortaljós framí, ABS náttúrlega, samlæsingar, rafmagn í speglum, rafmagn í rúðum o.s.frv.
Bíllinn er snyrtilegur. Hann er á álfelgum 15" cross spoke mjög vel með farnar og fín heilsársdekk Goodyear að mig minnir. Bíllinn er skoðaður '11, blár miði passar við litinn á bílnum og stafina á númerinu. Númerið er AX446 svo það er langt í næstu skoðun.
Nýjir handbremsuborðar, klossar að framan og bremsuvökvi.


Bíllinn var fluttur inn af mér árið 2004 og Jón Ragnar keypti hann af mér. Lenti svo nokkru síðar í afturtjóni sem viðgert var af manni sem keypti bílinn af Jóni Ragnari. Ágætlega vel gert því þetta sést varla eftir öll þessi ár.
Hann selur svo bílinn þegar heddpakkningin fer. Skipt var um heddpakkningu en heddið ekki planað. Ég tók svo heddið af bílnum og þá var cyl 6 mjög ljótur að innan. Í bílnum er því önnur vél úr 735iA bíl. Hún er ekin um 200þús.

Verð 360þús
Ekkert áhvílandi

því miður engar myndir af bílnum að svo stöddu :?

Allar upplýsingar veitir Aron Jarl í síma 868 1512

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Last edited by Bjarki on Tue 10. Aug 2010 22:58, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Jun 2010 20:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
8) 8)

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Jun 2010 21:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Mar 2009 22:09
Posts: 2654
Location: Keflavik
Myndir... ekki M-technik Stuðarin á honnum reyntar... enn mjog flottur bill
Image
Image
Image
Image
Image
:thup:

_________________
e34 "M5" Nauticgrun
BMW X5 4,4i sport
e34 525T TDS Brokatrot
e32 740i Calypsorot


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Jun 2010 21:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Mar 2009 22:09
Posts: 2654
Location: Keflavik
Það buinn laga hann smá til frá þvi eg tokk þessa myndir :D

_________________
e34 "M5" Nauticgrun
BMW X5 4,4i sport
e34 525T TDS Brokatrot
e32 740i Calypsorot


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Jun 2010 22:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Geggjaður bíll, þótt hann hafi farið illa með mig

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Jun 2010 23:08 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 20. Jun 2010 17:34
Posts: 52
Flottur kaggi:D Hver er c.a eyðslan?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Jun 2010 00:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
Bara að þú hefðir viljað selja mér bílinn á sínum tíma. :(

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Jun 2010 19:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Bartek wrote:
Það buinn laga hann smá til frá þvi eg tokk þessa myndir :D


Takk Bartek, ágætis myndir.
Reyndar alltaf sóðalegt að sjá bíla án númera en þau eru komin á núna.
Voru tekin af í öllu þessu hedd / véla vandamálum.
Svo er hann líka svalur að innan, ljós sportsæti 8)
Reyndar rifa í bakinu bílstjóramegin, auðvitað. En allur nýhreinsaður þ.e. sæti og teppi...sætin úr og allur pakkinn, ekkert húmbúkk.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 02. Jul 2010 07:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Það fór miðstöðvarelementið í bílnum og ekki hægt að selja hann þannig.
Ég kemst ekki í að skipta um það fyrr en eftir verslunarmannahelgi.
Læt vita hérna á þræðinum.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 02. Jul 2010 17:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Hundleiðinleg þessi miðstöðvarelement. Það væri mjög vel þegið ef að þú gætir tekið myndir af því hvernig element er í bílnum, hvar þú fékkst annað og hvað það kostaði. Það einmitt fór elementið í IV-777 hjá mér og ég er ekki að finna samskonar element neinstaðar.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 03. Jul 2010 11:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Danni wrote:
Hundleiðinleg þessi miðstöðvarelement. Það væri mjög vel þegið ef að þú gætir tekið myndir af því hvernig element er í bílnum, hvar þú fékkst annað og hvað það kostaði. Það einmitt fór elementið í IV-777 hjá mér og ég er ekki að finna samskonar element neinstaðar.

Það koma 3 element til greina, nokkuð erfitt að finna þetta. Ég átti eitt til sem ég var nýbúinn að setja í bílinn, leit vel út en greinilega ekki nógu vel.
Er enn að leita að góðu elementi, nýju eða notuðu.

Mjög fljótlegt að sjá hvaða element er í bílnum, bara losa eina skrúfu sem festir teppalagt lok og þá ættir þú að sjá þetta.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 03. Jul 2010 11:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Ógerningur er að finna hvaða element er útfrá fahrgestell nr. það þarf að skoða og sjá hvaða gerð þetta er :thdown:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 04. Jul 2010 19:23 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 06. Mar 2010 19:42
Posts: 68
Location: Reykjavík Iceland
Alpina wrote:
Ógerningur er að finna hvaða element er útfrá fahrgestell nr. það þarf að skoða og sjá hvaða gerð þetta er :thdown:



Hefðuru annars verið að kaupa hann ?

_________________
"Áður áttir BMW"

Alpina B3 Touring. NM-897
BMW 730 IA '87
BMW 540 '97 UR-764
BMW 325 '95 Cabrio TH-662
BMW 520 IA '99
BMW X-5 4,4 '01 UP-207
Alpina B10 IL-861
BMW 740 E38 VO-886


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Jul 2010 00:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
B3 Touring Nr46 wrote:
Alpina wrote:
Ógerningur er að finna hvaða element er útfrá fahrgestell nr. það þarf að skoða og sjá hvaða gerð þetta er :thdown:



Hefðuru annars verið að kaupa hann ?


Nei ,, skipti um element í gula ,, og það var ekki séns að finna út hvaða gerð þetta var út frá Fahrgestellnr ,, og blabla..
Ingi .. DR. E31 hafði samband við ALPINA og þeir gátu heldur ekki sagt eitt eða neitt til um gerðina

ATH... það er nær undantekningalaust ekki elementið sem fer ,, heldur plaströrin :thdown:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 05. Jul 2010 00:33 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 18. Apr 2004 14:05
Posts: 3213
Location: Akureyri
Alpina wrote:
B3 Touring Nr46 wrote:
Alpina wrote:
Ógerningur er að finna hvaða element er útfrá fahrgestell nr. það þarf að skoða og sjá hvaða gerð þetta er :thdown:



Hefðuru annars verið að kaupa hann ?


Nei ,, skipti um element í gula ,, og það var ekki séns að finna út hvaða gerð þetta var út frá Fahrgestellnr ,, og blabla..
Ingi .. DR. E31 hafði samband við ALPINA og þeir gátu heldur ekki sagt eitt eða neitt til um gerðina

ATH... það er nær undantekningalaust ekki elementið sem fer ,, heldur plaströrin :thdown:


hmmmm áhugvert, það lak hjá mér og ég tók þetta úr sambandi vegna tíma/nennuleysis. Ég á reyndar annað element en veit ekkert hvort það passar, en svo á ég líka málmrör. Líklega simens sem ég er með, og passar alveg örugglega ekki því það var víst a/c í bílnum mínum hér í eina tíð :cry:

_________________
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki

Ford Bronco '66

Bara station bílar, enginn BMW.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 95 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group