Svezel wrote:
Einn punktur sem mig langar að koma með og þeir sem fara í fýlu verða þá bara að vera fúlir.
Nú tóku ansi margir lán sem var vissulega gengistryggt, þ.e. upphæðin var sögð tengd við gengi gjaldmiðla og það buðust hagstæðari kjör en hefðbundin verðtryggð lán. Þetta var af mörgum (ath ekki öllum) talin mjög sniðug lán og margir mæltu því með þeim.
Sumir vildu síðan ekki taka þessa gengisáhættu (það hlaut að fylgja kjörunum einhver áhætta, annars væru þau varla í boði) og tóku verðtryggð lán með hefðbundu íslensku greiðslufyrirkomulagi (x% vextir + verðtrygging, þ.e. upprunalega upphæð greidd skv. greiðsluvísitölu á tíma samnings).
Allir voru sáttir við sinn hlut meðan allt lék í lyndi, þeir sem tóku lán sem vor "gengistryggð" greiddu vissulega lægri vexti, greiddu strax inn á höfuðstól og lánin lækkuðu jafnvel töluvert á milli greiðslutímabila ef krónan styrktist gagnvart greiðslumiðlinum sem lánið var "bundið við" og þeir sem voru með verðtryggð lán borguðu sögulega lága vexti og greiðsluvísitalan ásamt verðbólgunni hélst í lágmarki.
Svo taka bankarnir upp á því að spila á móti krónunni af því að þeir máttu ekki gera upp í erlendri mynt og "urðu" að skila sem mestum hagnað í þeirri mynt sem þeir gerðu upp í. Jæja krónan heldur áfram að falla og upp kemst um skítlegt eðli í rekstri og lánveitingum sem veldur keðjuverkandi hruni á öllum fjármálastofnunum, krónan hrynur, verðbólgan trygglist og allt fer í fokk, þ.e. svarti svanurinn kemur.
Í textanum er mikil einföldun en vinsamlegast ekki vera að leita að atriðum til að snúa útur þegar niðurstaðan er óréttlæti í aðgerðum.
Nú verða þeir sem tóki "gengistryggð" lán alveg brjál því krónutalan sem ber að greiða hækkar gífurlega og langt upfram eðlega gengisahættu. Nú vill fólk meina að þar sem óheimilt er að eiga viðskipti í öðru en íslenskum krónum þá eru þessi lán ólögleg eða þar sem bankarnir sjálfir hafi komið þessu ástandi á þá sé séu þetta bara svik eða afþví að lánastofnunin tók sjálf þessi lán í krónum þá séu þetta svik o.s.frv.
Eru verðtryggð lán þá ekki að sama skapi ólögleg? Er staða greiðsluvísitölunnar ekki bein afleiðing af því að krónan féll eftir aðgerðir bankann? Lánin tvö eða þrífölduðust ekki EN þau hækkuðu gríðarlega og halda áfram að hækka.
Afhverju miðast allar aðgerðir og lögsóknir að því að gera lánsþegum gengislána byrgðina léttari þegar ekkert er gert fyrir hin fíflin sem vildu taka sem minnsta áhættu?
Eina sem ég sé í þessu er óréttlæti í aðgerðum, á ég að halda áfram að sligast undan mína verðtryggða húsnæðisláni meðan sá sem tók lán sem var bundið við erlenda mynt fær að halda sínum 2007 kjörum?
Næsta skref er einmitt að þeir sem tóku verðtryggðu lánin fái leiðréttingu sinna mála.
Það er í gangi smjörklípa af verstu sort þar sem reynt er að etja saman
lánþegum - þe. gengislána og verðtryggðra. Gamla góða deila og drottna
aðferðin.
Það sorglega er að margir eru einmitt búnir að bíta á það agn og hafa nú
mestar áhyggjur af innbyrðis mun þessara hópa frekar en að standa saman
og taka nú slaginn varðandi verðtryggðu lánin.
Frekar sorglegt.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...