Það datt óvænt upp í hendurnar á mér ferð til Danmerkur nú í vor. Greip tækifærið og pantaði hjá schmiedmann.com stefnuljósapakka allan hringinn.
Var lengi að velkjast í vafa um hvort ég ætti að taka hvít eða reyklituð ljós að framan. Ákvað á endanum að taka þau reyklituð. Sé ekki eftir því.
Að aftan hefði verið einfaldast að taka upgrade í facelift ljós. Ég ákvað hins vegar að fara aðeins aðra leið þótt útlitið sé mjög svipað. Í staðin fyrir venjulegar perur í afturljósum og bremsuljósum er ég með díóður. Ánægður með það líka, aðeins frískara lúkk en facelift.
Framstefnuljósin og hliðarljósin voru plug 'n play. Það var aðeins meira maus að koma afturljósunum í. Plastið í ljósunum sem eru í skottlokinu var ekki alveg eins að innan og orginal svo það rakst utan í stálið. Þar sem þetta er bak við klæðningu og sést ekki neitt var sleggjan tekin fram og hamrað á þessu. Það þurfti ekki mikið til að þetta passaði. Díóðu dótið í ytri ljósunum er síðan heldur fyrirferðarmeira en gömlu glóperurnar. Var lengi að reyna að koma hlífinni á að innan áður en ég fattaði að það fylgdu með skrúfur til að bolta þetta aftur og auka þéttilisti svo þetta liti vel út. Gekk allt saman mjög vel eftir að ég fattaði hvað átti að gera.
Nokkrar myndir af breytingunni:






_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
