Gunnar Þór wrote:
JonHrafn wrote:
Spurning hvaða áhrif þetta hefur á þá sem neyddust til að taka boði um að breyta láni í Íslenskt lán til að lækka afborganir um helming til þess að geta haldið bílnum. Sitja ennþá uppi með svimandi háa höfuðstóla , 7 og 8 ára lán....... en eru samt langt komnir með að greiða niður upprunalega höfuðstólin miðað við hvað er búið að greiða af láninu.
Af:
http://www.islandsbanki.is/einstaklinga ... lslaekkun/"Eru viðskiptavinir að fyrirgera rétti sínum ef erlend lán verða dæmd ólögleg?
Nei, með því að nýta sér úrræði Íslandsbanka til höfuðstólslækkunar láns í erlendum myntum hefur lántaki ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum, komist Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að erlend lán bankans, samkvæmt samskonar skuldaskjölum, séu ólögleg."
Vandamálið við þessa klausu er að þeir þurfa ekki að standa við hana.
Dæmi:
Þú ert með erlent lán hjá SP
Þú skrifar undir eitthvað plagg um að breyta því.
Öruggar heimildir eru fyrir því að SP hafi búið til nýja kennitölu fyrir nokkrum mánuðum, líklegt er að íslensku lánin hafi færst þangað og í kjölfarið samningurinn sem þú breyttir.
Það sem er hugsanlegt að gerist er að SP mun segja við þig: "því miður þú verður að eiga við þrotabú SP og fá þá til að endurgreiða þér það sem þú átt inni"
Sumsé, þeir taka enga ábyrgð á því sem er ofborgað því það verður eftir í gömlu kennitölunni.
Þannig, þeir segja bara "sue me" og ef þú ert heppinn færðu eina krónu úr búinu.
Ég get alls ekki sagt að þetta fari svona 100% en það er ekki hægt að neita því að þetta geti gerst, það er svo margt sem getur gerst.
Það sem þarf að passa er að kennitalan á nýja samningnum sé núverandi kennitala fyrirtækisins, en þetta er eitthvað sem almennur lántaki er ekkert að spá í.
Ég þekki engann sem fór SP leiðina og get því ekki staðfest þetta.
______________________________
Næst á dagskrá:
Verðtryggingin!
Quote:
Fjármögnunarfyrirtækin eru fallin og gengistryggðu húsnæðislánin á leið með að verða viðráðanleg.
Nú höfum við sýnt fram á að ólöglegir gjörningar banka og fjármálastofnanna felldu gengið.. og fallið gengi kveikti í verðbólgunni... og verðbólgubálið hækkaði VERÐTRYGGÐ lán...
ERGO>>
Verðtryggð lán ber að leiðrétta vegna ólögmætra aðgerða fjármálafyrirtækja.
Eitt skref í einu.. þannig vinnum við. Og þannig sigrum við.
Vonandi verður þessi sigur til að efla baráttuna og þjappa okkur saman gegn fjármálafyrirtækjum og stjórnvöldum.
Spurning hvernig þetta fer fyrir dómi, hvort hægt sé að taka á þessari keðjuverkun sem ólöglegu lánin ollu.
Ég hvet svo fólk sem hefur mist bíla sína til vörslusviptingar að fá sér lögfræðing og kæra þá starfsmenn vörslusviptingar fyrirtækjanna fyrir þjófnað, ef það tekst ekki að hafa upp á þeim þá eru lögmenn eignaleigu fyrirtækjanna næstir, þeir heimiluðu aðförina.
Þetta á auðvitað bara við ef að þið fáið með engu móti bifreiðina til baka.