Sælir strákar...og stelpur

Núna fer ég að koma í sumarfrí með litlu gæjana mína og mig vantar bíl til afnota á meðan ég er á landinu. Ég er búinn að skoða bílaleigur og þær eru bara dýrar, of dýrar fyrir mitt budget þessa stundina. Þannig að ég ákvað að leita á náðir kraftsins, það hefur virkað svo oft áður

ég er semsagt með tvo litla gaura þannig að bifreiðin þarf að vera með aftursæti og belti. Ég er að sjálfsögðu ábyrgur fyrir skemmdum ef eitthvað kæmi fyrir, tek það þó fram að ég verð með augasteinana mína með mér og ég býð þeim ekki upp á neitt annað en ábyrgan og rólegan akstur.
Ég mun ekki nota bílinn mikið, þarf bara að ferja drengina á milli húsa og svo verður farin ein ferð í sveitina. Það eru engir malavegir á þeirri leið þannig að ekkert grjótkast eða annað þvíumlíkt. Bílnum yrði að sjálfsögðu skilað hreinum og fínum, er þá ekki að tala um kústun

fullorðið fólk veit bara betur en það !
Ég veit að þetta er langsótt en það kostar bara ekki neitt að reyna

það skal þó tekið fram að ég er ekki að leita eftir 740 pramma með kókaín-filmum, meira svona Yaris sem enginn notar eða eitthvað í svipuðum flokki.
Ef þig þekkið einhvern eða eigið eitthvað sem bara stendur á sölu eða álíka, þá endilega senda PM eða skrifa hérna. Það þarf ekki að nefna að ég borga vægt gjald fyrir.