Sælir, ég er að fara að endurnýja dempara og gorma undir e36.
Ég var að spá í að fá mér H&R sport gorma (1,5" lækkun að framan, 1" að aftan) og með þessu Koni dempara.
Er einhver með góða dempara reynslu til að deila með mér? Nú er þetta frekar ódýrt (miðað við hérna heima), dempararnir á 130$ að aftan og tæp 160$ að framan (stykkjaverð). Gormarnir eru allir saman í pakka á 230$. Er þetta kannski bölvað drasl?
Mig langar líka að vita hvort einhverjir hérna eru með lækkunar gorma á sínum græjum og hvernig eru aksturseiginleikarnir á eftir.. er bíllinn hrikalega stífur og svo framvegis?
Svona til upplýsinga, þá var ég að skoða þetta á
tirerack.com