bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 19:54

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 26 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 11:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Ég og konan komum heim úr námi fyrir ekki svo löngu.
Ég fékk flotta vinnu nokkuð fljótt. Ég er viðskiptafræðingur BSc með MSc í Fjármálum og svo MBA gráðu. Ekki heitasti bransinn í dag :lol:

Konan mín sem er ekki búin með stúdentinn fékk tilboð alls staðar sem hún sótti um og gat valið sér vinnuna með bestu launin og vinnutímann.

Það er nú eitthvað líf á markaðnum enn þá :thup:

En ég er ekki að fella dóm. Það eru mismunandi aðstæður hjá fólki. Ég er samt nokkuð viss um það að ef lagt er svolítið í umsóknirnar og fólk leggur metnað í að koma vel fyrir í viðtölum þá er slatti af góðum störfum í boði þó klárlega þurfi maður stundum að vera opinn fyrir því hvað maður fer að gera.

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 11:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
já ..svo þýðir náttúrulega ekki að bíða eftir einhver komi til þín og bjóði vinnu, hefur virkað oft fyrir mig þegar ég hef verið í atvinnuleit að setja niður á lista fyrirtæki sem mig langar að vinna hjá og hringja í starfsmannastjóra viðkomandi fyrirtækis og kynna mig vel og athuga hvort það sé verið að leita að starfsfólki í einhver störf. Vinnuveitendur leita að frumkvæði og þetta hefur virkað vel :thup:

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 12:33 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 17. Sep 2004 02:24
Posts: 2195
Ég hef nú lent í því á nokkrum stöðum hér á suðurnesjum að maður er bara beðinn að fara og senda þeim frekar email. Því að þeir hafa ekki lengur vinnufrið fyrir traffík af fólki sem er að koma og biðja um vinnu :|

Ég fór í mars á ferilskrá/möppu námskeið hjá VMST og finnst að það hafi hjálpað helling, ég er allavega að fá til baka email núna frá nokkrum fyrirtækjum þar sem ég hef sótt um vinnu, þar sem þeir hafa þakkað mér fyrir góða umsókn og jari jari jari, en eru ekki að ráða inn fólk í augnablikinu en munu hafa mig á lista yfir umsækjendur þegar þar að kemur. Svo það er ekki spurning um að fólk á að nýta sér þau boð og styrki sem að þessi stofnun bíður uppá, ég fékk einmitt 70.000kr styrk til að klára Eftirvagn og Hópferðabifreiðina, sem kostaði í total 159.000kr það munaði um þann pening, ég hefði ekkert átt efni á því að klára þetta strax ef ég hefði ekki fengið þennan styrk :wink:

Og svo er auðvitað helling af fólki sem er á bótum og nennir ekki að bera sig eftir vinnu, það er alveg rétt. Gaman að segja frá því að þegar ég fór á þennan fund þarna sem var skyldumæting á, þetta var í sambandi við átak sem var og er í gangi sem heitir ungt fólk til athafna/ekki hanga og gera ekki neitt... sem er fyrir fólk á aldrinum 16-25ára, þegar að fundurinn var að hefjast þá sagði einn aðalræðumaðurinn.. lítið í kringum ykkur... við eigum að vera 100 manns, en erum ca 40! hinir sem ekki mættu, detta af bótum, STRAX! hann lagði mikla áherslu á það :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 12:54 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jun 2007 18:23
Posts: 1070
Location: Húsavík
Sá fram á atvinnuleysi núna eftir áramót og í sumar eftir síðustu próf í framhaldsskóla.
En á leiðinni til útlanda var hringt í mig og mér boðið c.a 70% vinna hérna heima auk nokkurra klukkustunda á hverri viku á öðrum stað (sem fer reyndar fjölgandi)

Gæti líklega fengið það sama eða meira á bótum. En ég verð bara geðveikur á því að hanga heima, þó það sé ekki nema í nokkra daga meðan ég er veikur.

Þess vegna fannst mér betra að hafa eitthvað til að vakna fyrir á morgnanna annað en að skríða framúr uppúr hádegi og vita ekkert hvað dagurinn bæri í skauti sér.

_________________
bmw3


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 13:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Er svo sáttur að hafa fengið vinnu við einhvað sem maður hefur áhuga á með möguleika á að vinna sig upp.

Fékk reyndar 2 vinnur á sama tíma, Gámaþjónustan bauð mér vinnu með minn eigin bíl ofl, var þar í smástund áður en ég fór á núverandi vinnustað, fílaði ruslið fínt fyrir utan lyktina :mrgreen:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 13:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 17. Sep 2004 02:24
Posts: 2195
John Rogers wrote:
Er svo sáttur að hafa fengið vinnu við einhvað sem maður hefur áhuga á með möguleika á að vinna sig upp.

Fékk reyndar 2 vinnur á sama tíma, Gámaþjónustan bauð mér vinnu með minn eigin bíl ofl, var þar í smástund áður en ég fór á núverandi vinnustað, fílaði ruslið fínt fyrir utan lyktina :mrgreen:

Geturu ekki reddað mönnum vinnu :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 14:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Ertu með meirapróf?

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 15:57 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 05. Dec 2006 23:11
Posts: 320
Location: Grafarholt, Reykjavík
Það var sagt mér upp vegna samdrætti í fyrirtæki sem ég var að vinna hjá (Pípulagnir), fór á atvinnuleysisbætur.. fór til Noregs, leitaði af vinnu, kyntist fólki og er fluttur þangað núna "tímabundið". Safna massa pening og fara heim í skóla mögulega. :) Betra gerist þetta held ég ekki fyrir þá sem eru að kvarta og kveina útaf það er enginn vinna!

_________________
Chrysler Crossfire 3.2L 05' *Í notkun*

E46 325i Limousine 04' *SELDUR*
Kawasaki KX 250F 05' *SELT*


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 18:00 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 17. Sep 2004 02:24
Posts: 2195
John Rogers wrote:
Ertu með meirapróf?

Já,,, á bara pínu eftir til að klára Eftirvagn og hópbifreið samt þar sem ég nennti ekki að taka það 2004 þegar að ég tók hitt.

En ég var samt bara að nefna þetta í gríni, ég er kominn með sumarvinnu... en beila á henni any time ef ég fæ loforð fyrir framtíðarvinnu og góðum launum :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 30. Apr 2010 18:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
gulli wrote:
John Rogers wrote:
Ertu með meirapróf?

Já,,, á bara pínu eftir til að klára Eftirvagn og hópbifreið samt þar sem ég nennti ekki að taka það 2004 þegar að ég tók hitt.

En ég var samt bara að nefna þetta í gríni, ég er kominn með sumarvinnu... en beila á henni any time ef ég fæ loforð fyrir framtíðarvinnu og góðum launum :wink:



Get hiklaust mælt með Gámaþjónustuni samt
Skemmilegur vinnustaður og vel borgað :)

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 01. May 2010 13:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég missti vinnuna líka, og var atvinnulaus í þónokkurn tíma, margar vinnurnar sem eru í boði eru nú ansi óspennandi, laun jafnvel undir bótunum, en mikil krafa gerð til starfsfólksins og leiðinlegur vinnutími og flr,
ég fékk reyndar góða vinnu á endanum, þótt það sé eitthvað sem ég hef 0% áhuga á, en traust vinna í dag er ekki einskins virði.

þetta eru eflaust störfin sem útlendingar voru farnir að manna hérna áður, og fengu reyndar skíta attitude fyrir og flr. en í dag verður fólk bara að sætta sig við minna og reyna gera meira úr því sem það fær og hefur, í svona ástandi er bara réttur atvinnuveitandans sterkari en í fyrra árferði, og sömuleiðis réttur starfskraftsins minni, fæstir eru orðnir atvinnuveitandanum ómissandi, og maður veit það

atvinnuleysisbótasjóður brást mér ítrekað, og var með allar tegundir að veseni, klúðruðu nánast öllu sem hægt var að klúðra, og kostuðu mig eflaust í heildina ekki minni pening en þau öfluðu mér, týndu gögnunum mínum e-h tíman og tóku mig út af launaskrá vegna ónægra gagna, og þegar þau fundu svo gögnin sem voru svo aldrei týnd, þá tók 3mánuði að leiðrétta þetta, og á meðan fékk ég ekki krónu, og svo tók annaðp við þegar þessu lauk.

þetta var hinsvegar á versta tíma, akkurat þegar allt var að hrynja og það voru raðir út úr dyrum og ekki auðvelt öruglega að vinna þetta

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 26 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 35 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group