Ég hef nú lent í því á nokkrum stöðum hér á suðurnesjum að maður er bara beðinn að fara og senda þeim frekar email. Því að þeir hafa ekki lengur vinnufrið fyrir traffík af fólki sem er að koma og biðja um vinnu
Ég fór í mars á ferilskrá/möppu námskeið hjá VMST og finnst að það hafi hjálpað helling, ég er allavega að fá til baka email núna frá nokkrum fyrirtækjum þar sem ég hef sótt um vinnu, þar sem þeir hafa þakkað mér fyrir góða umsókn og jari jari jari, en eru ekki að ráða inn fólk í augnablikinu en munu hafa mig á lista yfir umsækjendur þegar þar að kemur. Svo það er ekki spurning um að fólk á að nýta sér þau boð og styrki sem að þessi stofnun bíður uppá, ég fékk einmitt 70.000kr styrk til að klára Eftirvagn og Hópferðabifreiðina, sem kostaði í total 159.000kr það munaði um þann pening, ég hefði ekkert átt efni á því að klára þetta strax ef ég hefði ekki fengið þennan styrk
Og svo er auðvitað helling af fólki sem er á bótum og nennir ekki að bera sig eftir vinnu, það er alveg rétt. Gaman að segja frá því að þegar ég fór á þennan fund þarna sem var skyldumæting á, þetta var í sambandi við átak sem var og er í gangi sem heitir ungt fólk til athafna/ekki hanga og gera ekki neitt... sem er fyrir fólk á aldrinum 16-25ára, þegar að fundurinn var að hefjast þá sagði einn aðalræðumaðurinn.. lítið í kringum ykkur... við eigum að vera 100 manns, en erum ca 40! hinir sem ekki mættu, detta af bótum, STRAX! hann lagði mikla áherslu á það
