Elementið fór úr í dag.

M30 vélarsalurinn í allri sinni dýrð

Innréttingin áður en hafist var til handa

Leiðslurnar sem senda kælivatn í elementið, það sést ekki í síðustu leiðsluna, en það er leiðslan sem að skila kælivatninu til baka.
Samkvæmt Bentley bókinni fyrir E34 á að tæma allt kælivatn af bílnum og síðan aftengja allar þessra leiðslur, þegar það er búið að á sprauta háþrýstu lofti hinn um return leiðsluna til að tæma elementið alveg. Ég gerði það með þessum afleyðingum:


Ég fattaði auðvitað ekker að spá í því að leiðslurnar beina upp og fyrst að ég var að blása úr loftpressu þarna inn þá myndi vatnið spýtast út um allt

En, no harm done, áfram með verkið.


Þetta blasti við mér þegar ég tók aftari partinn af miðjustokknum úr. Ekki það skemmtilegasta sem ég hef séð

Fremri parturinn af miðjustokknum farinn.

Elementið á sínum stað.

Ég að baslast við að ná því úr.

Meiri kælivökni í teppið.

Tómt plássið fyrir elementið.
Næst er bara að græja annað element. Ég er nokkuð viss um að þetta verk hefur verið gert áður, það var búið að setja ströpp út um allt fyrir innan en ekki klippa á endana. Það voru brotnar festingra sumstaðar, það var búið að kítta allt fast út um allt og þar á meðal á festingarnar fyrir elementið. Það er augljóst að þetta hefur verið vandamál í þessum bíl áður.
Ég get líka sagt það að upplýsingarnar í Bentley bókinni fyrir E34 eru alveg kolrangar fyrir þennan bíl, varðandi hvernig á að skipta um elementið. Samkvæmt þeirri bók á að losa plasthlíf að fyrir miðjum bílnum, toga elementið fram og taka það síðan út hægra megin, en þetta var allt öðru vísi, opnaði bara þetta litla hólf og tók það úr vinstra megin.