kelirina wrote:
flott grein en samt svo margt sem mætti koma betur fram auk nokkurra annarra atriða. 4-7 tímar með öllu er fyrir mér óvönduð mössun, sorry.
t.d er það rétt að þegar maður massa þá minkar sprautu hömrunin, eða bylgjurnar sem þú nefnir en ef bíllinn er með tveggja þátta lakk þá er það glæran sem er aðal vandamálið. Hversu þykk glæra er á fletinum? Hvernig glæra er á fletinum? Hvernig tekur hún við massanum og púðunum? Hversu mikið má vinna á fletinum til að taka hæfilega mikið af án þess að glæran verði of viðkvæm og gæti flagnað af?
kv.
Ólafur Þór
Já það er alveg satt að það eru nokkrar grunnreglur hvað lakkgerð og glæru varðar, en ef Jón útí bæ ætlar að fara að massa sjálfur, þá segir það sig sjálft að hann er ekki með græjur til að mæla þykkt lakksins eða með þekkingu á því sviði, en að mæla hversu þykk glæran er, er ekki hægt samkvæmt þeim niðrí Málningarvörum og í Poulsen, svo ég veit ekki hvaða aðferð þú notar til þess
Og hvað varðar mössunartímann, að þá eru 4 tímar jú í það styðsta, enda tók ég það fram að ég hafi ekki náð að klára hann alveg eins og ég vil sökum tímaleysis, en það að vera mikið lengur en 7 tíma með meðal fólksbílastærð er eitthvað sem ég get ekki séð hvernig sé hægt, nema vera bara í algjöru dútli og taka MARGAR pásur inná milli, eða vera hreinlega að massa lakkið of mikið sem gerir það jú voða flott og fínt, en gerir það þá líka mikið viðkvæmara.
Og inní þessum tíma er ekki að þrífa hann að innan eða utan fyrir mössunina, þetta er BARA mössunin og bónið

Svo er sýnilegi árangurinn ágætis staðfesting á að þetta er EKKI óvönduð mössun, enda er lakkið orðið eins og nýtt á báðum þessum bílum, sem og öllum þeim hinum sem ég hef massað, menn geta t.d labbað um sýningarsal Brimborgar og séð bíla sem ég hef massað, enda er ég búinn að gera mikið af því fyrir Brimborg seinustu tvo mánuði, og sölumennirnir þar sætta sig ekki við hálfkláruð verk

Flott framtak hjá þér að búa til þennan þráð.
Ég hef verið að vinna í brimborg og þar eru bílarnir mjög vel massaðir og þar kemur ekki til greina að sölumennirnir taka illa þrifna/massaða bíla inn í sal.
Um að gera að koma með fleiri hint inn í þennan þráð. Þráðurinn ætti að vera sticky.