arnibjorn wrote:
Djöfull held ég að það hafi rokið úr lyklaborðinu þegar Anton skrifaði þennan síðasta póst
Anda inn - anda út - anda inn - anda út
Þetta er flott hjá þér Anton, verður gaman þegar þetta verður komið saman og bíllinn ryðlaus

Þakka þér.
Mér finnst það ekkert lítið pirrandi þegar menn eru að tjá sig um svona hluti sem þeir vita ekkert um. ég er að reyna að segja mönnum það að ég er búinn að kynna mér málið. Bíllinn verður ekkert ryðgaður, hvort sem ég læt sandblása eða pússa vélarsalinn. Ég er búinn að ráðfæra mig við sprautara, og það voru hans orð að þetta væri eintómt kjaftæði, og þetta er maður sem er búinn að vera í þessu í 25 ár!
Ég veit hvað ég er að gera, og menn þurfa ekki að þykjast vita það betur bara til að vera með leiðindi.
Ég ÆTLA að pússa vélarsalinn, og það eru 100% vinnubrögð í gangi.
En svo við förum að tala um þð sem er að gerast í bílnum núna er það að ég er kominn með efni til að sjóða í, og er kominn með mig/mag suðu.
Ég þarf að gera við eitt bensínrör og tæma tankinn, og láta svo afgasið frá bensínbíl hreinsa gufurnar útúr tanknum. Þá er maður reddí í að fara að sjóða.
Það verður vonandi klárað að sjóða fyrir eða um helgina og svo bara sprauta vélarsalinn.
Leggið þetta sandblástursdrasl nú að baki
