bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 11:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 26 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Sat 13. Feb 2010 15:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Maggi B wrote:
Sorry en kommon þetta er mesti treflaræfilsháttur sem ég hef séð lengi. að rífast við manninn sem kemur þessu engann hátt við nema að hann er að vinna fyrir lánafyrirtækið. og að halda að menn fái einhverju framgengt með þessu. þetta er síðasta úrræði bankans væntanlega vegna þess að það hefur ekki verið borgað af eigninni í háa herrans tíl og svo er eigandinn skráður erlendis...

Það virðist vera orðið æginlegt tískufyrirbrigði að rífa kjaft við alla þessa dagana hvort sem það sé verði á hálfum líter af kók eða heilum fasteignum



Góð og þörf athugasemd :thup:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Sat 13. Feb 2010 17:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
Alpina wrote:
Maggi B wrote:
Sorry en kommon þetta er mesti treflaræfilsháttur sem ég hef séð lengi. að rífast við manninn sem kemur þessu engann hátt við nema að hann er að vinna fyrir lánafyrirtækið. og að halda að menn fái einhverju framgengt með þessu. þetta er síðasta úrræði bankans væntanlega vegna þess að það hefur ekki verið borgað af eigninni í háa herrans tíl og svo er eigandinn skráður erlendis...

Það virðist vera orðið æginlegt tískufyrirbrigði að rífa kjaft við alla þessa dagana hvort sem það sé verði á hálfum líter af kók eða heilum fasteignum



Góð og þörf athugasemd :thup:

Málið er bara að það er svo mikil reiði í þjóðfélaginu núna og hún er aðalega hjá yngrafjölskildu fólki sem skulda mikið Og ekki er hún að fara að minka með því að gefa þessum yfirstétta/banka/útrása hyski fyrirtækin sem þeir keyrðu í þrot og skelltu skuldinni á skattgreiðendur og það er haldið áfram og áfram afskrifa en svo er fjölskilda sem getur ekki borgað af lánum lengur borinn út á svona hátt....Þetta er Fáránleg ósanngirni.
ég tek bara undir það sem Bjartmar Guðlaugsson sagði í viðtali við morgunnblaðið desember 1988: Það er staðreynd að hér á landi búa tvær þjóðir og ég hef ekki minnsta áhuga á yfirstéttinni í þessu landi. .

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Sat 13. Feb 2010 19:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Stevens wrote:
fart wrote:
Ég held að stór hluti þeirra sem tjá sig um þessi mál skilji ekki af hverju þetta ferli er svona. Af hverju hún selst "bara" á 15milljónir



Nú spyr sá sem ekki veit. Hvaða kröfu ætti Íbúðarlánasjóður og Arion banki á eigendur íbúðarinnar eftir svona uppboð..?


Það er kanski ekki einfalt að útskýra það í stuttu máli, en tæknilega má lesa þetta hér
http://www.syslumenn.is/allir/fullnustu ... ungarsala/

Nauðungaruppboð er eitthvað sem gerðarbeiðandi biður um (lánadrottin) vegna þess að skuld er komin í vanskil.
Í grunninn bjóða þeir sem eru á 1. veðrétti aldrei meira en þeirra krafa er, því þeir eru að reyna að vernda hana og engin ástæða til að yfirbjóða það. Sá sem er á öðrum veðrétti þarf að gera ráð fyrir fyrsta og svo söluverði.

Það er örugglega einhver hér sem getur útskýrt þetta betur.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Sat 13. Feb 2010 19:25 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Mon 17. Feb 2003 11:51
Posts: 1210
Location: Keflavík south
Segjum að íbúðalánasjóður sé með þarna 26mill kröfu á 1.sta veðrétt, Arion banki með x kröfu á 2. veðrétti.

Íbl sjóður eignast fasteignina fyrir 15millur. Fær íbls þá 15millur í hinn vasan sinn og áfram lifir krafa upp á 11millur + allar hinar kröfurnar?

Síðan reynir íbls að selja fasteignina sem í þessu árferði getur tekið einhver ár, segjum að eignin seljist fyrir 26 millur og þá fær íbls þessar 11millur sem eftir standa en aðrir kröfuhafar standa uppi með sárt ennið. Er þetta ekki hugsunin hjá íbls, þaes að verja veðið?

Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Sun 14. Feb 2010 00:22 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
ég verð barað segja ykkur þetta :lol: :lol:
ég er lesblindur og ég hélt fyrst að það stóð nauðgunaruppboð :? og ég varð bara wtf!? :o :shock: :shock:

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Mon 15. Feb 2010 21:34 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Fri 01. Jun 2007 14:38
Posts: 198
Eins og ég skil þetta þá reyna kröfuhafar að fá eitthvað upp í það sem þeim er skuldað með að krefjast þess að fram fari uppboð.

Segjum að eignin sé metin á 20 milljónir.

Arion á kröfu upp á 15 milljónir (1 veðrétt) og Íslandsbanki 10 miljónir (2 veðrétt), semsagt yfirveðsett.

Arion býður upp í 15 milljónir til að tryggja að boðið verði betur eða þeir fái eignina til sín. Íslandsbanki tekur svo við og býður 16 milljónir til að yfirbjóða Arion (sem er sáttur því hann fær þá skuldina greidda) en enginn býður á móti Íslandsbanka því þeir sem hafa kynnt sér uppboðsgögnin vita að Íslandsbanki á kröfu sem er hærri en mat eignarinnar (20 milljónir) og eiga eftir að bjóða á móti allavega upp í þá tölu sem þeir halda að sé eðlilegt verð fyrir fasteignina. Íslandsbanki selur svo eignina fyrir 20 milljónir og það sem eftir stendur af 10 milljóna skuldinni (circa 5 milljónir) er ennþá skuldað af fyrri eiganda eignarinnar.

Það á enginn eftir að bjóða topp verð í svo að segja óskoðaða eign sem ekki er hægt að fá neitt bætt ef eru gallar (eigandinn er gjaldþrota) og kannski þarf að standa í útburðar málum og allskonar ógeði.

En þegar eignir eru boðnar upp sem eru veðsettar fyrir 10 milljónir en eru 20 milljóna virði þá væri best að sem flestir mættu til að gott verð fengist fyrir eignina, annars fer hún kannski til bankans langt undir raunvirði.

En kerfið er þannig upp sett að það er gert erfitt fyrir venjulegt fólk sem er að leita að fasteign að mæta á uppboðin. Afhverju skildi það nú vera?
Einnig er gott að koma því að í umræðunni að bara vont fólk bjóði á nauðungar-uppboðum, það sé eiginlega þeim að kenna að fólk sé að missa eignina sína. Afhverju skildi það nú vera?

Það á enginn í vandræðum með að mæta á vöku uppboð, þar fara bílar oft á verðum sem eru mjög nálægt raunvirði og jafnvel yfir í hita leiksins.

Svona held ég að þetta sé í grófum dráttum, þeir sem betur þekkja endilega leiðréttið mig.

kv,
Tombob


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Mon 15. Feb 2010 22:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Tombob wrote:
Eins og ég skil þetta þá reyna kröfuhafar að fá eitthvað upp í það sem þeim er skuldað með að krefjast þess að fram fari uppboð.

Segjum að eignin sé metin á 20 milljónir.

Arion á kröfu upp á 15 milljónir (1 veðrétt) og Íslandsbanki 10 miljónir (2 veðrétt), semsagt yfirveðsett.

Arion býður upp í 15 milljónir til að tryggja að boðið verði betur eða þeir fái eignina til sín. Íslandsbanki tekur svo við og býður 16 milljónir til að yfirbjóða Arion (sem er sáttur því hann fær þá skuldina greidda) en enginn býður á móti Íslandsbanka því þeir sem hafa kynnt sér uppboðsgögnin vita að Íslandsbanki á kröfu sem er hærri en mat eignarinnar (20 milljónir) og eiga eftir að bjóða á móti allavega upp í þá tölu sem þeir halda að sé eðlilegt verð fyrir fasteignina. Íslandsbanki selur svo eignina fyrir 20 milljónir og það sem eftir stendur af 10 milljóna skuldinni (circa 5 milljónir) er ennþá skuldað af fyrri eiganda eignarinnar.

Það á enginn eftir að bjóða topp verð í svo að segja óskoðaða eign sem ekki er hægt að fá neitt bætt ef eru gallar (eigandinn er gjaldþrota) og kannski þarf að standa í útburðar málum og allskonar ógeði.

En þegar eignir eru boðnar upp sem eru veðsettar fyrir 10 milljónir en eru 20 milljóna virði þá væri best að sem flestir mættu til að gott verð fengist fyrir eignina, annars fer hún kannski til bankans langt undir raunvirði.

En kerfið er þannig upp sett að það er gert erfitt fyrir venjulegt fólk sem er að leita að fasteign að mæta á uppboðin. Afhverju skildi það nú vera?
Einnig er gott að koma því að í umræðunni að bara vont fólk bjóði á nauðungar-uppboðum, það sé eiginlega þeim að kenna að fólk sé að missa eignina sína. Afhverju skildi það nú vera?

Það á enginn í vandræðum með að mæta á vöku uppboð, þar fara bílar oft á verðum sem eru mjög nálægt raunvirði og jafnvel yfir í hita leiksins.

Svona held ég að þetta sé í grófum dráttum, þeir sem betur þekkja endilega leiðréttið mig.

kv,
Tombob


Er ég að skilja þetta rétt.
Eftir uppboðið hvílir ekkert á eigninni, núna er hún í raun gjaldþrota eiganda algjörlega óviðkomandi (annað en stendur hér ofar)
Íslandsbanki færi 1 milljón upp í 10 mkr. lánið. Þeir minnka það tap með að selja eignina á 20 niður í 5 mkr.
Íslandsbanki tapar 5 mkr.
Gjaldþrota eigandinn á kröfu á sig sem er endurnýjuð næstu árin frá bankanum upp á 9 mkr.

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Tue 16. Feb 2010 09:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Veðið frá Arion fellur niður þar sem þeir hafa fengið greitt. Íslandsbanki á enn kröfu á skuldarann fyrir 10mkr. Þá reynir Íslandsbanki að selja eignina, það sem fæst fyrir hana kemur upp í skuldina. Ef það verða eftirstöðvar á Íslandsbanki 2 kosti, annarsvegar að afskrifa það, hinsvegar að reyna að sækja það á skuldarann. Ef skuldarinn er gjaldþrota er ekkert annað hægt en að afskrifa.

C.a. svona.

Annars væri frábært að fá professional útskýringu frá lögmanni.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Tue 16. Feb 2010 10:19 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Fri 01. Jun 2007 14:38
Posts: 198
Thrullerinn wrote:
Íslandsbanki tapar 5 mkr.
Gjaldþrota eigandinn á kröfu á sig sem er endurnýjuð næstu árin frá bankanum upp á 9 mkr.

Eins og ég held að þetta sé þá nei, það sem fæst fyrir húsið í sölu þegar Íslandsbanki selur kemur til frádráttar. Þannig að eftir eru circa 5 milljónir (eins og fart benti á) og þær getur Íslandsbanki haldið til streitu ef hann vill með því að endurnýja kröfuna. Gjaldþrot hér á landi virðist ekki losa þig við eftirstandandi skuldir heldur geymir þær til betri tíma (eins og þú bendir á)

fart wrote:
Annars væri frábært að fá professional útskýringu frá lögmanni

nákvæmlega, þetta er BMW-vefur for crying out loud, það hljóta að vera einhverjir lögfræðingar hérna. Varla eru þeir allir á Range Rover.

kv,
Tombob


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Tue 16. Feb 2010 10:33 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 29. Mar 2009 03:01
Posts: 321
Tombob wrote:
Thrullerinn wrote:
Íslandsbanki tapar 5 mkr.
Gjaldþrota eigandinn á kröfu á sig sem er endurnýjuð næstu árin frá bankanum upp á 9 mkr.

Eins og ég held að þetta sé þá nei, það sem fæst fyrir húsið í sölu þegar Íslandsbanki selur kemur til frádráttar. Þannig að eftir eru circa 5 milljónir (eins og fart benti á) og þær getur Íslandsbanki haldið til streitu ef hann vill með því að endurnýja kröfuna. Gjaldþrot hér á landi virðist ekki losa þig við eftirstandandi skuldir heldur geymir þær til betri tíma (eins og þú bendir á)

fart wrote:
Annars væri frábært að fá professional útskýringu frá lögmanni

nákvæmlega, þetta er BMW-vefur for crying out loud, það hljóta að vera einhverjir lögfræðingar hérna. Varla eru þeir allir á Range Rover.

kv,
Tombob


ahh ert þú ekki að tala þarna um áránguslaust fjárnám ?

þú getur farið í gegnum áránguslaust fjárnám án þess að vera gerður gjaldþrota.
og með því þá getur kröfuhafi endurnýjað þína skuld reglulega (semsagt viðhaldið henni fram í rauðan dauðan)
en ég veit ekki betur en að með gjaldþroti þá sértu "núllaður" en enþá á svörtum listum og ef að ég man rétt, mátt ekkert eignast í 7 ár (eða hvort að það er búið að breyta því niður í 4 ár)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nauðungaruppboð
PostPosted: Tue 16. Feb 2010 10:41 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 13. Jul 2006 12:08
Posts: 292
það fer eftir því hvernig krafa þetta er og hversu há fjárhæð hversu lengi kröfuhafi eltir þig lengi....þótt þú lýsir þig gjaldþrota þá getur kröfuhafi rukkað þig þangað til þeir eru sáttir....skuldir hverfa aldrei!


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 26 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 46 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group