Tombob wrote:
Eins og ég skil þetta þá reyna kröfuhafar að fá eitthvað upp í það sem þeim er skuldað með að krefjast þess að fram fari uppboð.
Segjum að eignin sé metin á 20 milljónir.
Arion á kröfu upp á 15 milljónir (1 veðrétt) og Íslandsbanki 10 miljónir (2 veðrétt), semsagt yfirveðsett.
Arion býður upp í 15 milljónir til að tryggja að boðið verði betur eða þeir fái eignina til sín. Íslandsbanki tekur svo við og býður 16 milljónir til að yfirbjóða Arion (sem er sáttur því hann fær þá skuldina greidda) en enginn býður á móti Íslandsbanka því þeir sem hafa kynnt sér uppboðsgögnin vita að Íslandsbanki á kröfu sem er hærri en mat eignarinnar (20 milljónir) og eiga eftir að bjóða á móti allavega upp í þá tölu sem þeir halda að sé eðlilegt verð fyrir fasteignina. Íslandsbanki selur svo eignina fyrir 20 milljónir og það sem eftir stendur af 10 milljóna skuldinni (circa 5 milljónir) er ennþá skuldað af fyrri eiganda eignarinnar.
Það á enginn eftir að bjóða topp verð í svo að segja óskoðaða eign sem ekki er hægt að fá neitt bætt ef eru gallar (eigandinn er gjaldþrota) og kannski þarf að standa í útburðar málum og allskonar ógeði.
En þegar eignir eru boðnar upp sem eru veðsettar fyrir 10 milljónir en eru 20 milljóna virði þá væri best að sem flestir mættu til að gott verð fengist fyrir eignina, annars fer hún kannski til bankans langt undir raunvirði.
En kerfið er þannig upp sett að það er gert erfitt fyrir venjulegt fólk sem er að leita að fasteign að mæta á uppboðin. Afhverju skildi það nú vera?
Einnig er gott að koma því að í umræðunni að bara vont fólk bjóði á nauðungar-uppboðum, það sé eiginlega þeim að kenna að fólk sé að missa eignina sína. Afhverju skildi það nú vera?
Það á enginn í vandræðum með að mæta á vöku uppboð, þar fara bílar oft á verðum sem eru mjög nálægt raunvirði og jafnvel yfir í hita leiksins.
Svona held ég að þetta sé í grófum dráttum, þeir sem betur þekkja endilega leiðréttið mig.
kv,
Tombob
Er ég að skilja þetta rétt.
Eftir uppboðið hvílir ekkert á eigninni, núna er hún í raun gjaldþrota eiganda algjörlega óviðkomandi (annað en stendur hér ofar)
Íslandsbanki færi 1 milljón upp í 10 mkr. lánið. Þeir minnka það tap með að selja eignina á 20 niður í 5 mkr.
Íslandsbanki tapar 5 mkr.
Gjaldþrota eigandinn á kröfu á sig sem er endurnýjuð næstu árin frá bankanum upp á 9 mkr.