IceDev wrote:
Einsii wrote:
Það eru góðar líkur á að einhver sé að velta fyrir sér að fá sér Dell vél enda eru þetta pottþétt lang söluhæstu vélarnar á íslandi, og fyrir hann getur það verið mjög góður díll að annaðhvort sleppa 400þúsund króna vélinni og kaupa mína á tæplega helminginn af því, eða halda sig við þá upphæð sem hann ætlaði að setja í nýja og kaupa frekar mína og fá þannig töluvert öfluga vél.
Ég var ekki að líkja 400 þúsund króna vélini við þína, ég var að segja að 149 þús vélin frá Asus væri betri
Einsii wrote:
Það er bara einfaldlega þannig að tölvur hafa eins og allt annað hækkað mjög mikið í verði og maður er í raun að fá minna fyrir hverja krónu í dag, þessgvegna er maður ekki að kaupa nýjustu og flottustu tækni einsog fyrir nokkrum árum í tölvum heldur stoppar við ákveðið verð og þessvegna er ekki sami geðveiki hraðinn á nýjustu tækni og vélar á þokkalegu verði eru bara með meðal innvols.
Mikið rétt, kaupmáttur krónunar hefur minnkað en það þýðir ekki að tækniframförum sé aftrað.
Tjékkaðu t.d á Moore's law
http://en.wikipedia.org/wiki/Moore%27s_lawEinsii wrote:
Já og með að þessi Asus outperformi vélina mína á nær öllum sviðum þá er ég bara löngu hættur að treista svoleiðis fyrr en ég sé það gerast, eins og ég sagði tölur á blaði seigja ekki allt.

Í tölvubransanum segja tölur á blaði nefnilega langflest og ég get sagt þér það strax að Asus vélin hleypur hringi í kringum vélina þína, sérstaklega í þrívíddarvinnslu
Nú veit ég ekki hversu tölvufróður þú ert en það sem þú ert að halda hér fram er einfaldlega rangt. Ég er alls ekki að reyna að skíta yfir DELL né EJS heldur er ég að koma fram með rök hvers vegna þú verðleggur vélina þína of hátt
Ég meina, með þeim rökum sem þú ert að koma með þá ætti ég að vera milljónamæringur með því að selja gamlar 486 vélar
Sko með kaupmátt krónu er ég einfaldlega að seigja að tæknin er að verða out of reach fyrir flesta. Ekki að þróunin sé hætt.
En innkaupadeild fyrirtækjana aðlagar sig breyttum aðstæðum og þessvegna má seigja að þróunin sé stöðnuð því hún skilar sér lítið hingað heim.
Svo með að hlaupa í hringi, ég held að þú sért að spá í tölvuleikjum, ég er ekki að spá í leikjavélum heldur alvöru vinnuvél og veistu ég er viss um að þetta gb í gpu minni á asus sé ekki að koma henni í marga hringi.
Ég held ég sé bara nokkuð yfir meðaljóni í tölvufræðum, allavega veit ég það sem þú hefur enn ekki lært að þessar tölur seiga þér ekki allt. Og áður en þú verður kreisí yfir að ég nefni það í þriðja skiptið þá vil ég benda þér á afhverju ég er að selja þessa vél mína.
Hún er Specuð langt umfram það sem ég á að þurfa í upptökur eins og þær sem ég er að vinna með, hún er specuð langt umfram gömlu dell fartölvuna mína (media center vélin) og hún er specuð soltið framm yfir mac sem ég fékk lánaða um siðustu helgi til að vinna verk sem Dellinn réð ekki við.
Málið er að kubbasettin hafa rosalega mikið um margt að seigja. Og kubbasettið í gamla Dell er TI (Texas instruments) pottþétt sett í hljóðvinnslu til dæmis, Ég þekki ekki hvaða kubbasett er í macanum og það er eitthvað enn eitt í nýja dell. En málið er að þessi vel specaða og flotta vél ræður ekki við að taka upp hljóð, hún samt "helipur í hringi" í eftirvinnslunni.
Bæði macinn og gamli Dell virka í upptökurnar, gamli dell reyndar ekki nógu góður þegar rásirnar verða margar og þessvegna get ég ekki treist á hann.
Kubbasettið í Asus er svo tildæmis Nvidia og aftur við hljóðvinnslu er það elgert bann því þær einfaldlega geta ekki unnið þannig vinnu nógu vel.
þetta er einfaldlega meira en tölur á blaði og ég held meira að seigja að þú vitir það..