Vélin er ekinn eitthvað aðeins norður af 200 þús.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er þetta 2.5l vél sem skilar 192 hö og er afar vinsæl/góð fyrir turbó uppfærslur.
Þessi vél hefur virkað fínt hjá mér og verið spræk fyrir utan smávægilegan olíuleka sem ég held að sé við heddpakkninguna (ég er ekki alveg viss) og smá leiðindi í lausagangi. Ég lenti í því um daginn að vélin vildi ekki í gang hjá mér en það var lagað með nýjum kertum. Sú viðgerð var í lagi í nokkra daga en svo fór vélin aftur að ganga eins og kertin væru skítug. Ég ætlaði mér að taka upp vélina og hafði keypt nýja heddpakkningu þegar mér bauðst önnur meira spennandi vél sem er nú á leið í bílinn, m52b28 úr e39 en sú vél kom einmitt orginal í z3 2.8.
Í vélinni er nánast ný ventlalokspakkning, vatnsdæla og vatnslás. Með vélinni fylgir ný heddpakkning en hún mun koma án soggreinar sem ég stefni á að setja á m52. Ég mun einnig ekki vita fyrr en um helgina hvort pannan úr nýju vélinni passar á milli, en ef svo er fylgir e36 m50 pannan auðvitað vélinni en annars fylgir pannan af e39 m52. Nýja soggrein er auðvelt að græja gegnum ebay og eru að kosta um 70 dollara.
T.d. hér.Þessa vél þyrfti að taka í yfirhalningu (græja olíulekan, hægaganginn og athuga hvað sé að hrjá kertin) til að hún virki sem best og
verður hún verðlögð með tilliti til þessa galla. Hún verður einnig
verðlögð til þess að seljast hratt þar sem ég er ekki spenntur að hafa hana lengi í skúrnum hjá mér.
Skýrari upplýsingar munu liggja fyrir um helgina þegar swapið verður klárað, en áhugasömum er bennt á einkapóstinn.
Frábært project fyrir sumarið fyrir einhvern sem vill komast úr 4 cyl flokknum
