BMW dellan fer illa með mann og ég gat ekki staðiðst það frekar en fyrri daginn að vera án þeirra lengi.
Gróf upp númer á þessum bíl með því að gramsa á netinu og hringja í fyrri eiganda. Með hjálp Árna S. hér á kraftinum fékk ég svo upplýsingar um eiganda og fann bílinn.
Skemmst frá því að segja að ég keypti bílinn áðan
Bíllinn er sem sagt:
E36 328i Touring
framleiddur 10/1995
Bíllinn er ssk, en ég vonast til þess að bæta úr því um síðir
Hef ekki fundið litanúmer en litur er nokkuð líkur Daytona Violett. Kemur í ljós vonandi seinna í dag.
Akstur er hóflegur aðeins 141.000km
Kíkti undir aftursætið og fann aukahlutakóða. Kom skemmtilega á óvart
0037 - Finn ekkert um þetta. Líklegast leðurinnréttingin í bílnum (ljós)
0209 -
25% Limited Slip Differential Mikil hamingja, þarf reyndar að sannreyna þetta áður en ég trúi þessu 100%
0302 - Theft Alarm with Remote Control
0320 - Script Name Plate
0411 - Electric Window Regulator Front/Rear
0423 - Velour Floor Mats
0428 - Warning Triangle/First Aid Kit
0438 - Precious (real) Wood Equipment (Precious plast drasl

)
0441 - Smoker's Package
0498 - Mechanical Rear Headrest
0534 - Automatic Air Conditioning
0651 - Radio, BMW Reverse RDS (Mjög smekklegur orginal CD)
Svo er bíllinn reyndar líka með kösturum en það var kannski staðalbúnaður eða retro fit.
Hann er ekki perfect en nokkuð góður. Helst plagar hann:
*Króm framljós

(Ætla að prófa að rífa í sundur og mála botninn svartann til að byrja með)
*Titringur þegar bremsað er, líklega verptir fram diskarnir.
*Smá pikkels: Hurðarhúnn á bílstjórahurð er leiðinlegegur og svo þarf maður að snúa lykli fast og stundum að reyna oftar en einusinni áður en bíllinn startar.
* Lakk er ekkert perfect en ekkert alvarlegt ryð í gangi sem er fínt.
* ///M merki aftan á sem þarf að fjúka. Líka 328i
s sem er búið að vera þarna síðan að Mr. Hung lagaði bílinn fyrir mörgum árum. Finnst þetta reyndar allt í lagi, ágætis húmor
Finn ekki hleðslutækið fyrir myndavélina en þegar því verður reddað tek ég mynd.
Nú er bara að vona að ég geti séð vel um þennan og komið honum í það horf sem hann á skilið.