BMWaff wrote:
Eins og ég segi ég personulega er ekki að fatta notandagildið í þessu... En það kanski breytist þegar maður fer að skoða þetta af eitthverju viti

Í dag á ég lappa til að ferðast með (MacBook) og svo öfluga borðvél til að vinna á... Hitt bara fittar ekki inn...
Ég var búinn að skrifa hellings svar hérna en svo rak ég mig í músarpadið á tölvuni og þá var bendillinn svona heppilega yfir exinu og lokaði glugganum

Það hefði ekki gerst í ipad allavega

En reynum aftur.
Ég held þú viljir að þetta apparat sé endilega raplacement fyrir eitthvað annað, þetta er það ekki.
Ég sé þetta sem persónulegu tölvuna þína, bara hvers og eins svipað og ipod og símar. Þarna ertu með tölvupóstinn þinn, vefrápið þitt, ljósmyndirnar þínar, tónlistina þína og þar framm eftir götunum.
Lappinn þjónar mörgum í einu enda öflug tölva en það þíðir líka hellingur af drasli sem fylgir mér sem konan þarf ekkert á að halda og er bara fyrir henni og öfugt.
Lappinn er líka þungur og fyrirferðamikill, ég tek lappann ekkert með mér þegar ég fer í vinnuna svona venjulega en ég sæi mig alveg hafa svona tæki mikið meira hjá mér, Sérðu tildæmis ekki fyrir þér að fara með þetta á fund, taka niður punkta í þetta eða hafa með þér sýnishorn af því sem þú ert að vinna fyrir fólkið sem þú ert að hitta.
Svo nefnir þú að nota iphone í staðin, sjálfur er ég búinn að eiga iphone í rúm tvö ár núna og gæti ekki verið sáttari við tækið, nema að hann er auðvitað lítill, það er ekkert æðislegt að vafra lengi á netinu á honum og svo tekur lengri tíma að vinna sig í gegnum heimasíður því maður þarf alltaf að vera að scrolla og resiza, það væri ekki vesen á ipad. Sé reyndar mikinn galla í að Apple ætli ekki að gefa sig með Flash og leifa þessum græjum að fara að stiðja það.
Eins er ég líka soltið mikill anti Apple maður, sé ekki afhverju ég hefði átt að henda auka 100. þúsund kalli í svipað specaða fartölvu en þá sem ég er með bara til að fá mac osx og vera svo ægilega montinn einsog aðrir Maca notendur yfir að geta keyrt Windows
Hata Itunes og quictime tildæmis, alveg eins mikið og ég hata að borga alltof mikið fyrir hlutina

En ég er held ég bara orðinn hálf óskiljanlegur í þessu svari (hitt var mikið betra

) Bottomlænið er allavega það að ég væri til í að fá eina svona fyrir mig og aðra fyrir konuna.
