gunnar wrote:
Held að þessi þráður verði hin mesta nauðsyn og gott hjálpartæki þegar og ef maður flytur út í nám. Krafturinn býr oft yfir gífurlega nytsamlegri þekkingu á öðrum svæðum en BMW

Vel mælt Gunnar. Ég ætla að láta fylgja hér mína reynslu í UK þrátt fyrir þráðatitilinn.
Húsnæði hér er yfirleitt síðra að gæðum en heima. Að leigja íbúð temmilega miðsvæðis (innan Zone 2) er killer. Því fór ég til að byrja með í 'pólverjagistingu', þe 'shared accom' sem þýðir eitt herbergi og sameiginlegt eldhús & baðherbergi (stofa ef maður er heppinn) með x mörgum öðrum.
Það gengur fínt á meðan maður er að átta sig á landslaginu en ekki e-ð sem maður kýs til frambúðar. Þetta kostar ca £100 (+/- 20) per viku.
Almennings samgöngur hér eru FRÁBÆRAR í einu orði sagt en kosta líka. £100 per mánuð í lestir og strætó innan Z1 & Z2. Ég tel mig heppinn að vera undir hálftíma í vinnuna.
Maturinn er HRÆBILLEGUR hér ef maður verslar í stórmörkuðum og maður er líka fljótur að circa út skyndibitastaði sem selja td 9" pizzur á £2 (Dómínós er með sama @ £4), kjúklingavængi á e-ð svipað. Bátur dagsins (Subway) er hér á £2, gos með mat gjarnan á £0.6-1. Annars er algengt skyndibitaverð frá £4-6.
Kerfið er seinvirkara og þar kemur helst til að erlendis er ekki þetta trust-level sem við búum svo vel að heima. Það þarf að sannreyna allt (mér hefur td ekki enn tekist að fá stofnaðan bankareikning hér þrátt fyrir yfir 4 mánaða dvöl, maður lendir endalaust á 'computer says no' viðmóti. Það horfir þó til betri vegar nú). Mikið líka af óhæfu starfsfólki hvers göfugasta markmið er að losna við þig, ef ekki í burtu þá til einhvers annars.
Að fá vinnu hefur verið barningur. Það er allt annað ferli í gangi hér en heima og trust level TALSVERT lægra þar eð hér getur atvinnurekandi ekki 'flett' umsækendum upp eins og heima með því að spurjast fyrir um hann (náungasamfélagið heima hefur sína kosti). Því fer maður bara í sömu röð og ómenntaði flóttamaðurinn frá Sómalíu svo að segja.
Það sem ég kann hins vegar einna best við er fjölbreytileiki mannlífsins hér. Því er eiginlega best að lýsa þannig að mér finnst Ísland vera í svart hvítu á meðan hér er allt í lit. Þe breidd skoðana og hópa fyrirfinnst í talsverðu magni hér, ekki bara með eða á móti því dægurmáli er hæst ber.
Að hoppa til útlanda er engin töfralausn. Slíkt þarf að undirbúa vel ásamt því að safna í ferðasjóð því eins og nokkrir hafa bent á, úti er engin elsku mamma.
Ég er sammála því sem komið hefur fram um að það sé hverjum manni hollt að prófa að búa erlendis. Ég veit að þeir sem hafa gert það samsinna mér. Þetta dýpkar skynjun manns á heiminum verulega.
Í morgum stórborgum er bara RUGL að rembast við að gera út bíl, perónulega sé ég frekar fyrir mér að ganga í klúbb ss
Classic Car ClubFélagsnetið er einnig annar punktur. Hér hringir maður ekkert í Jóa vin og smellir sér í bíó um kvöldið, langflestir sem maður þekkir eru heima á Íslandi! (Avatar 3D kostar hér £16.50!)
Einnig þakka ég fyrir það á hverjum degi að hafa gengið menntaveginn.
ps. ég hef ekki hitt EINN breta sem hefur dissað mig útaf æsseif. Mín skoðun er sú að þegar að þessu máli komi þá skiptist þjóðin í tvennt: valdaklíkan sem er að berja á Íslandi og spila geó-pólitík vs almenning sem horfir frekar á Jedwards í X-factor heldur en að fylgjast með fréttum.
Að lokum, þetta getur orðið BARÁTTA, BARÁTTA og BARÁTTA. Ekkert að því, 'það sem drepur mann ekki styrkir mann' (Nietzsche).