bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 11:46

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 43 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3
Author Message
PostPosted: Thu 21. Jan 2010 06:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
gunnar wrote:
Held að þessi þráður verði hin mesta nauðsyn og gott hjálpartæki þegar og ef maður flytur út í nám. Krafturinn býr oft yfir gífurlega nytsamlegri þekkingu á öðrum svæðum en BMW :thup: :thup:

Vel mælt Gunnar. Ég ætla að láta fylgja hér mína reynslu í UK þrátt fyrir þráðatitilinn.

Húsnæði hér er yfirleitt síðra að gæðum en heima. Að leigja íbúð temmilega miðsvæðis (innan Zone 2) er killer. Því fór ég til að byrja með í 'pólverjagistingu', þe 'shared accom' sem þýðir eitt herbergi og sameiginlegt eldhús & baðherbergi (stofa ef maður er heppinn) með x mörgum öðrum.
Það gengur fínt á meðan maður er að átta sig á landslaginu en ekki e-ð sem maður kýs til frambúðar. Þetta kostar ca £100 (+/- 20) per viku.
Almennings samgöngur hér eru FRÁBÆRAR í einu orði sagt en kosta líka. £100 per mánuð í lestir og strætó innan Z1 & Z2. Ég tel mig heppinn að vera undir hálftíma í vinnuna.

Maturinn er HRÆBILLEGUR hér ef maður verslar í stórmörkuðum og maður er líka fljótur að circa út skyndibitastaði sem selja td 9" pizzur á £2 (Dómínós er með sama @ £4), kjúklingavængi á e-ð svipað. Bátur dagsins (Subway) er hér á £2, gos með mat gjarnan á £0.6-1. Annars er algengt skyndibitaverð frá £4-6.

Kerfið er seinvirkara og þar kemur helst til að erlendis er ekki þetta trust-level sem við búum svo vel að heima. Það þarf að sannreyna allt (mér hefur td ekki enn tekist að fá stofnaðan bankareikning hér þrátt fyrir yfir 4 mánaða dvöl, maður lendir endalaust á 'computer says no' viðmóti. Það horfir þó til betri vegar nú). Mikið líka af óhæfu starfsfólki hvers göfugasta markmið er að losna við þig, ef ekki í burtu þá til einhvers annars.

Að fá vinnu hefur verið barningur. Það er allt annað ferli í gangi hér en heima og trust level TALSVERT lægra þar eð hér getur atvinnurekandi ekki 'flett' umsækendum upp eins og heima með því að spurjast fyrir um hann (náungasamfélagið heima hefur sína kosti). Því fer maður bara í sömu röð og ómenntaði flóttamaðurinn frá Sómalíu svo að segja.

Það sem ég kann hins vegar einna best við er fjölbreytileiki mannlífsins hér. Því er eiginlega best að lýsa þannig að mér finnst Ísland vera í svart hvítu á meðan hér er allt í lit. Þe breidd skoðana og hópa fyrirfinnst í talsverðu magni hér, ekki bara með eða á móti því dægurmáli er hæst ber.

Að hoppa til útlanda er engin töfralausn. Slíkt þarf að undirbúa vel ásamt því að safna í ferðasjóð því eins og nokkrir hafa bent á, úti er engin elsku mamma.

Ég er sammála því sem komið hefur fram um að það sé hverjum manni hollt að prófa að búa erlendis. Ég veit að þeir sem hafa gert það samsinna mér. Þetta dýpkar skynjun manns á heiminum verulega.

Í morgum stórborgum er bara RUGL að rembast við að gera út bíl, perónulega sé ég frekar fyrir mér að ganga í klúbb ss Classic Car Club

Félagsnetið er einnig annar punktur. Hér hringir maður ekkert í Jóa vin og smellir sér í bíó um kvöldið, langflestir sem maður þekkir eru heima á Íslandi! (Avatar 3D kostar hér £16.50!)

Einnig þakka ég fyrir það á hverjum degi að hafa gengið menntaveginn.

ps. ég hef ekki hitt EINN breta sem hefur dissað mig útaf æsseif. Mín skoðun er sú að þegar að þessu máli komi þá skiptist þjóðin í tvennt: valdaklíkan sem er að berja á Íslandi og spila geó-pólitík vs almenning sem horfir frekar á Jedwards í X-factor heldur en að fylgjast með fréttum.

Að lokum, þetta getur orðið BARÁTTA, BARÁTTA og BARÁTTA. Ekkert að því, 'það sem drepur mann ekki styrkir mann' (Nietzsche).

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 21. Jan 2010 07:59 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Gaman að heyra sögur frá ykkur sem hafið verið úti í einhvern tíma.

Ég er að flytja út næsta haust til að fara í masters nám, er að stefna á Edinborgh, York eða Nottingham :thup:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 21. Jan 2010 08:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
zazou wrote:

Kerfið er seinvirkara og þar kemur helst til að erlendis er ekki þetta trust-level sem við búum svo vel að heima. Það þarf að sannreyna allt (mér hefur td ekki enn tekist að fá stofnaðan bankareikning hér þrátt fyrir yfir 4 mánaða dvöl, maður lendir endalaust á 'computer says no' viðmóti. Það horfir þó til betri vegar nú). Mikið líka af óhæfu starfsfólki hvers göfugasta markmið er að losna við þig, ef ekki í burtu þá til einhvers annars.




Leigureikning og hitareikning, símareikning með þínu nafni og ensku heimilisfangi á.
Þá ertu kominn með bankareikning.

Og já kerfið hérna er dead slow.

að búa í englandi skiptist í tvennt, þeir sem búa í london, þeir sem búa ekki í london.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 21. Jan 2010 12:25 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 17. Mar 2003 17:29
Posts: 374
Location: Cambridge
gstuning wrote:

Leigureikning og hitareikning, símareikning með þínu nafni og ensku heimilisfangi á.
Þá ertu kominn með bankareikning.

Og já kerfið hérna er dead slow.

að búa í englandi skiptist í tvennt, þeir sem búa í london, þeir sem búa ekki í london.


Algjörlega sammála Gunna í þessu, London er ekki England. Ég hef búið þar í 6 ár og komið víða við, bý núna í Skírisskógi í Nottingham með Hróa og félögum.
Nokkrir punktar sem ég vil bæta við. Húsnæði fellur hratt í verði þegar þú ert kominn ca klukkutíma frá London og því norðar sem þú ferð því ódýrara verður allt.
Það er stórt skref að fá bankareikning og opnar ýmsa möguleika, en kerfið opnast ekki fyrir alvöru fyrr en þú getur sýnt fram á reglulegar tekjur. Þá verður allt mun auðveldara.

Almennings samgöngur í Bretlandi fyrir utan London eru oft ekkert til að hrópa húrra fyrir og allavega er mín upplifun sú að það er ódýrara (svo ekki sé minnst á fljótlegra) að nota eigin bíl til að komast á milli staða.

_________________
Gummi
´92 Mini [MR BIG]
´04 Jaguar X-Type


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 21. Jan 2010 14:15 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
gdawg, hvernig er Nottingham?

Hef mikinn áhuga á University of Nottingham en það væri ágætt að fá smá frásögn af borginni frá íbúa :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 21. Jan 2010 18:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
gstuning wrote:
zazou wrote:

Kerfið er seinvirkara og þar kemur helst til að erlendis er ekki þetta trust-level sem við búum svo vel að heima. Það þarf að sannreyna allt (mér hefur td ekki enn tekist að fá stofnaðan bankareikning hér þrátt fyrir yfir 4 mánaða dvöl, maður lendir endalaust á 'computer says no' viðmóti. Það horfir þó til betri vegar nú). Mikið líka af óhæfu starfsfólki hvers göfugasta markmið er að losna við þig, ef ekki í burtu þá til einhvers annars.




Leigureikning og hitareikning, símareikning með þínu nafni og ensku heimilisfangi á.
Þá ertu kominn með bankareikning.

Og já kerfið hérna er dead slow.

að búa í englandi skiptist í tvennt, þeir sem búa í london, þeir sem búa ekki í london.


Word up, 'everything included' hljómaði eitthvað svo vel þannig að ég flaskaði á utility bills.

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Jan 2010 18:38 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
Hvernig er þetta með Kanada, veit það einhver?
Þarf að eyða einhverjum mánuðum í að sækja um vinnuleyfi og bara almennt vesen?
Hef heyrt að þetta sé allt annað en að flytja til Bandaríkjanna, var verið að mæla með því að ég skoðaði þann kost að fara til Kanada.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Jan 2010 19:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Maddi.. wrote:
Hvernig er þetta með Kanada, veit það einhver?
.


:? :? :?

Veistu hvað þú vilt :shock:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Jan 2010 19:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
er hann ekki bara að skoða option? skil það vel, þaðer nú betra að athuga hvað er í boði, og hvað er hvað, áður en maður fer

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Jan 2010 20:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
íbbi_ wrote:
er hann ekki bara að skoða option? skil það vel, þaðer nú betra að athuga hvað er í boði, og hvað er hvað, áður en maður fer

Nákvæmlega!
Ég byrjaði að plana brottflutning strax uppúr miðjum október 2008. Setti upp lista af fýsilegum löndum og skoðaði svo kosti og galla hvers fyrir sig.

Kanada er LANGT í burtu og ég hef það á tilfinningunni að það sé leiðinda pappírsvinna ef viðkomandi fær ekki kompaní til að sponsora sig inn í landið. EES (e. EEA) samningurinn hins vegar greiðir götur okkar í Evrópu.

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 23. Jan 2010 00:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Þessi talar góða íslensku og getur svarað öllu um Kanada: http://www.pic-canada.ca/about%20us.htm Var í útvarpinu um daginn og þetta virtist ekki vera neitt mikið mál og nóg vinna í mörgum geirum.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 24. Jan 2010 14:30 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
íbbi_ wrote:
er hann ekki bara að skoða option? skil það vel, þaðer nú betra að athuga hvað er í boði, og hvað er hvað, áður en maður fer


Bingó.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 24. Jan 2010 20:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Bjarkih wrote:
Þessi talar góða íslensku og getur svarað öllu um Kanada: http://www.pic-canada.ca/about%20us.htm Var í útvarpinu um daginn og þetta virtist ekki vera neitt mikið mál og nóg vinna í mörgum geirum.


Vinnufélagi minn sem er tölvunarfræðingur sagði upp og flutti til Kanada, á ekki von á öðru en að hann sé
bara í góðum málum..

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 43 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 18 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group