Alpina wrote:
Hver er tilgangurinn?'
1) talið þið eitthvert af málunum ,,, DK eða N
2) Þetta er gjá barmafull af gláku,, kynding + rafmagn er svo MARGFALT dýrara að fólk þarf áfallahjálp vs Ísland
3) gott veðurfar osfrv,
4) taka bílinn með ........... ehh nei , afhverju ekki , jú , getur orðið tómt vesen
5) matur í DK er töluvert ódýrari en hér ,, incl öl+vín
6) búsettur í DK = EU er fyrir sunnan mæri og ROCK´n ROLL
átján bláir,,,,,

Tilgangur og ekki tilgangur.
Okkur langar að prufa eitthvað nýtt. Jújú okkur langar líka að koma upp almennilegu búi hérna heima, en langar bæði líka að prufa að búa úti.
Það hljómar ágætlega að byrja á því að búa úti og hafa þá reynslu og koma svo heim og fara þá að spá í hinu, þó að framhaldsnám í útlöndum geti alltaf komið inn í myndina og það er alveg tekið með í dæmið.
Með tungumálin, þá nei í rauninni ekki. Ekki reiprennandi. En við getum bæði alveg bjargað okkur í dönsku og vissulega myndum við reyna að dusta rykið af því áður en við færum útí þetta.
Þetta með að taka bílinn með... bíllinn minn er ekki fullkláraður svo ég hafði ekki hugsað mér að taka hann með. Frekar sé ég framá að selja hann eða setja í geymslu og kaupa einhvern snattara úti.
Ég hef ekki miklar áhyggjur af verðmuninum á rafmagni og matarvörum milli íslands og hinna landanna, þetta gengur ágætlega hérna heima með mig í vinnu og hana í skóla og ef við erum bæði í vinnu hlýtur það að koma í versta falli út á sama.
Það sem er helsta áhyggjuefnið eru vinnutækifærin í þessum löndum. Hef heyrt um að mikil aukning sé á atvinnuleysi í Danmörku og þá lýtur Noregur betur út, en aftur á móti er það dýrara land til að búa í.
Allt inní myndinn, og enn sem komið er eru þetta bara pælingar ofan á pælingar.
