Einmitt ekki. Því á meðan þú ert í námi þá væri sektir t.d. mjög lágar því tekjur eru litlar.
Eitthvað sem gengur jafnt yfir alla eins og flatir prósentuskattar og þá sektir líka eru engan vegin refsing þeirra efnameiri - fullkomið jafnræði með mönnum hvað refsiáhrif varðar.
Ég skil þig ekki alveg með læknasvarið - útskýrðu aðeins betur fyrir mér
En allavega það sem ég átti við með læknadæminu er vegna þess að ríkari kröfur eru gerðar til lækna þegar um meðferð manna er að ræða þá er ríkari refsing þeim til handa, við morð t.d. myndu þeir fá dóm og missa læknaleyfið. Því sama er ekki að heilsa með verkamenn.
Svo er það nú ekki þannig að menn missi skilyrðislaust prófið við endurtekin brot nema þeir fái punkta líka, og eftir sem áður þá getur þú alveg haldið áfram að keyra próflaus ef þú ert nógu ríkur til að borga síendurteknar sektir og hærri.
Þetta er ekki refsing fyrir ríkidæmi af þeirri einföldu ástæðu að miðað við núverandi kerfi og þessi sömu rök þá væri þetta refsing fyrir láglaunafólk eins og staðan er í dag.
Enn og aftur má taka dæmi af sektum fyrir skattabrot og brot á samkeppnislögum en í báðum tilfellum er tekið tillit til umfangs brotsins jafnframt sem refsingin þarf að vera nægileg miðað við ávinningin af brotunum. Í báðum tilfellum er miðað við veltu fyrirtækja eða hagnað.
Það væri ekki mikil sanngirni í því ef að sekt fyrir brot á samkeppnislögum væri sú sama eða t.d. 10 milljónir fyrir olíufyrirtækin annarsvegar og hinsvegar fyrir bakarí kökugerðarinnar sem á næstum öll bakarí í bænum. Afhverju ætti þetta að vera öðruvísi með einstaklinga?
Afhverju ætti það að vera brot á mínum réttindum að borga 1% af tekjum í sekt, alveg eins og Jón Ásgeir myndi gera og Lalli Johns þá líka ef við værum allir teknir fyrir hraðakstur en án punkta
"Eg var ekki ad tala um onnur log fyrir rika heldur." það var einhver á undan þér að tala um "önnur lög".
"Sem faerir okkur aftur ad nidurstodunni. Thessi breyting a kerfinu, breytir ekki thvi ad folk laerir af thvi ad brjota login, hun er bara hatekjuskattur."
Hátekjuskattur er umframskattur, þú borgar hærra skatthlutfall en aðrir vegna tekna þinna. Ég var ekki að tala um að ríkir ættu að borga hærra sektahlutfall en aðrir, bara það sama.