það er nú hálf fyndið.. að ef maður fer að horfa í kringum sig, þá er alveg ótrúlegt hversu margir w124 eru á ferðini, þar sem ég bý deila 2 blokkir stæðum, og það eru bara 5stk w124 hérna,
ég lagði hliðina á einum um daginn, aðalega upp á gamanið og smellti myndum svona til að sjá munin, ég veit að bíllinn er skítugur, enda nýbúinn að rúlla rvk-hveragerði-keflavík-rvk
blekkir dáldið að það er búið að setja þessa krómkanta utan á orginal brettin á E220 bílnum,

annars er ég búinn að keyra bílin á annað þúsund km, í snjó sem og þurru, og þetta er æðislegt ökutæki, manni hálf bregður síðan yfirleitt að sjá hvað hann er sjúskaður þegar maður stígur svo út úr honum.
er reyndar farinn startari í honum núna, sem verður lagað um mánaðarmótin,
kíkti á skoðunarstöð til að sjá af hverju hann væri á grænum miða,
stilling aðalljósa (þvílík athugasemd)
ballancestangargúmmí v/m framan,
kalla það nú bara gott, gúmmíið kostaði 2300kr orginal í umboðinu, ekki stórt það.
annars er ég bara ótrúlega ánægður með þennan garm, tæki þennan í standi fram yfir C32 bílin sem ég átti,