Svezel wrote:
Þetta er bara einfaldlega ekki sanngjarnt og þetta er klárlega mismunun. Það er augljóslega verið að mismuna mönnum eftir þjóðfélagstöðu sem er síðast þegar ég vissi brot á mannréttindarlögum.
Eiga þá efnaðari menn ekki að borga meira í stöðumæli, sund, líkamsrækt o.sv.frv. svo allir borgi hlutfallslega jafnt fyrir hlutina?
Ég skil ekki hvernig þið getið sagt að það sé ekki sanngjarnt að borga sama hlutfall í sekt þegar það liggur fyrir að það sé þá jafn slæmt fyrir ríka sem fátæka að fá sektina - en samt finnst ykkur í lagi að skattar séu hlutfall af launum?
Ef að efnaðir menn borga meira fyrir allt, í stöðumæli o.s.frv. þá væru þeir ekki efnaðir mjög lengi.
Það er líka sitthvað að bera saman greiðslur til sekta sem eðli sínu samkvæmt eiga að vera refsing og hinsvegar að bera saman þjónustu sem öllum er frjálst að nota gegn gjaldi. Gjaldið er notað til að greiða þjónustuna sem er jafn dýr burt séð frá því hver neytir hennar, sekt er refsing og ef hún er of lág þá refsar hún ekki.
Það má einmitt í þessu sambandi sína fram á ósamræmið sem í núverandi kerfi felst, en það felst í því að ef þú neitar að greiða sektina þá þarftu að "sitja" hana af þér í steininum. Miðað við núverandi kerfi væri t.d. mun óhagstæðara fyrir mann með 60 þús kall á dag í laun að sitja inni í heilan dag heldur en fyrir mann sem er með 6 þús kall á dag í laun.
Og í sambandi við "Það er augljóslega verið að mismuna mönnum eftir þjóðfélagstöðu sem er síðast þegar ég vissi brot á mannréttindarlögum." þá má minnast á það að sjómenn njóta lægri skatta umfram aðra þegna sem einmitt samkvæmt þessum lögum og stjórnarskrá landsins er ólöglegt
