bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 12:03

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 15:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Þessi þráður er verulega almennur þráður þegar kemur að tjúningum.

Til að byrja með þá þarf að koma ýmsu á framfæri svo menn séu með á nótunum þegar kemur að því að tjúna.

Fyrst nokkrar staðhæfingar.

Vélar ganga á samblöndu af eldsneyti og lofti.
Loftflæði er mælt eða áætlað á nokkra mismunandi vegu og hefur hver leið ákveðinn tjún hátt (alpha-n, AFM, MAF, MAP)
Bensín mixtúran er mæld í þyngd ekki rúmmáli. ( T.d 1kg bensín : 15kg loft.)
Ríkari þýðir ekki einhvert ákveðið mixtúru gildir heldur hreinlega að það er meira bensín enn í annari mixtúru ( t,d 11 AFR er ríkari enn 12)
Lean eða þynnri þýðir þá öfugt við ríkari.
Loftflæði skal mælt í þyngd ekki rúmmáli þar sem að rúmmál tekur ekki mið að lofthita eða loftþrýsting
Lean er oftast notað þegar mixtúran er leanari enn Lambda 1.0, Ríkari þá öfugt.

Mixtúra er mæld í AFR eða Air to Fuel Ratio eða hún er mæld í Lambda, Lambda 1.0 jafngildir 14.7:1 AFR þegar er rætt um hreint bensín. Lambda 0.9 er 11.11% ríkari enn Lambda 1 , Lambda 1.1 er þá 10% meira lean enn 1.0.

Önnur eldsneyti sem hafa öðruvísi efnasamsetningu hafa aðrar Lambda / AFR gildi.

Almenn mixtúru gildi fyrir almennar vélar

Lausagangur - 14.7-15 AFR , Lambda 1.0-1.02, Soggreinar þrýstingur cirka 40-50kpa ,
Venjulegt cruise og lág gjöf - 14.4-15.5 AFR eftir hvað vél getur keyrt lean , Lambda 0.97 - 1.05 , Soggreinar þrýstingur cirka 35-65kpa
Mið gjöf - 14 AFR , Lambda 0.95 , Soggreinar þrýstingur cirka 65-80kpa
Há gjöf - 13.5 AFR , Lambda 0.91 , Soggreinar þrýstingur cirka 80-90kpa
Full gjöf - 13.0 AFR , Lambda 0.88 , Soggreinar þrýstingur cirka 90-105kpa
Boost 0-10psi - 12.5 AFR , Lambda 0.85 , Soggreinar þrýstingur cirka 105-170kpa
Boost 10psi+ - 12.0 AFR , Lambda 0.8 , Soggreinar þrýstingur 170kpa+

Undir mörgum tilfellum er runnað frá 12-11:1 AFR í boosti þegar er verið að tjúna og það leanað svo þegar það er öruggt að það sé hægt. Stundum þarf að runna það ríka mixtúru til að viðhalda cylinder kælingu sem forvörn á knock.
Algerlega enginn tilgangur að runna ríkarra enn það á venjulegu bensíni.

Þar sem að núna er vitað hverskonar mixtúru gildi skal eltast við fyrir mismunandi soggreinar þrýsting þá er hægt að skoða hvað skal gera til að nálgast þannig mixtúru gildi.

Í einföldun þá virkar bensín tjúning svona.

Ef mæld mixtúra er 14:1 enn gildið sem viljað er er 15:1 þá erum við að tala um einfaldann reikning uppá

15 / 14 = 1.071 eða Viljað gildi / Mælt gildi = hlutfall

Þetta þýðir að gildið í tölvunni er 7.1% of hátt.
Gefum okkur að það sé 60,

Þá er rétt gildi 60 / 1.071 = 56 eða Fyrra gildi / hlutfall = Nýtt gildi


Þetta gerir ráð fyrir rétt stilltum lofthita og kælivatns töflum og öðrum breyti töflum. Sem flækir hlutina töluvert ef þær eru tómar og eða vitlausar.
Og það þýðir lítið að vera lesa mixtúru þegar pedallinn hefur verið hreyfður þannig að um auka innspýttingu er að ræða þar sem að mixtúran verður of rík eða lean eftir atvikum. Þannig að það verður að slökkva á svoleiðis auka innspýttingu á meðan er verið að tjúna. Eða lesa framhjá því í loggum.

Það gefur til kynna að það er mjög erfitt að tjúna eftir auganu þegar er verið að keyra og vélin er á fleygi ferð á milli reita og ýmsra álags punkta. Þess vegna er sniðugt ef maður er einn að þessu að logga og fara svo yfir seinna.
Þegar maður venst því að fylgjast með mælunum í tölvunni þá verður þetta auðveldar og road tuning verður auðveldarri.

Það er algerlega í fínu lagi að mixtúran sé ekki alveg dead on 100%, aflið er ekki að fara breytast og hegðun bílsins er ekki að fara breytast að neinu ráði.

Á dynoinu þá læsir maður bara inn hraðann á vélinni og minnkar eða eykur álagið og tjúnar þá bara ákveðinn snúning við öll álags gildi. Enn þar þarf að fylgjast vandlega með vatnshitanum því dót hitnar alveg brjálæðislega hratt í botni og á efri snúningnunum. Það þarf alveg svakalegar viftur til að geta viðhaldið kælingu á vatnskassa og vélarrými til að geta steady state tjúnað í lengri tíma.


Ef það er eitthvað sem er ekki ljóst þá bara spyrja.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 15:43 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
gstuning wrote:
Ef það er eitthvað sem er ekki ljóst þá bara spyrja.

Hvar á ég að byrja???? :lol:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 15:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Hvar sem er,

Erfitt fyrir mig að vita hvað menn vita eða vita ekki.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 15:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
flott write up :thup:

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 21:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 07. Dec 2003 17:36
Posts: 4044
Location: undir bíl eða ofaná kellingu..
Tökum sem dæmi fyrir mig,
er að setja upp turbo kerfi og kaupi
með því áræðanlegasta til að stilla. (Vems)

Er þetta bara þvílíkt flókið eða er þetta bara eins og að klára tölvuleik.
Með því að lesa fullt fullt af blaðsíðum.




Flott grein engu að síður :thup:



Þetta með að stilla bíl uppí dyno bekk undir álagi og tune-a þar með er flottasta lausnin
EN gríðaleg vindkæling þarf að vera.


Mega flott í Tauber Motorosport í DE sá ég hjá þeim sérsmíðaðan dyno bekk fyrir s14 DTM.
Þar er bara þvílík vatnslögn inná vélina sem hringrásar til að halda kælinguni niðri.
Svo er mótorinn bremsaður niður með vatns þvingun á sveifarásinn.


Það sem ég tók mikið eftir á dyno með Turbo bílana hjá TB var að það þurfti þetta viðnám - load - til að erfiða afturhjólin. Þar með ná upp boosti og almenilegu poweri.

Þetta var svolítið eins og að reyna aflmæla einhvern í 1 gír á 21gíra fjallahjóli.




Mjög skemmtilegar svona vélar afl tune pælingar.

_________________
Aron Jarl Hillerz
1987 BMW e30 M-tech I Turbo (400+hp / 600+nm)
1990 Civic EF B18C6 (190hp)
1997 Subaru Legacy (winter)
1973 Malaguti Bolognia 49cc (2hp)
Go-Kart Rotax 125cc


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 21:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Það þarf að vera fáranlega mikil vindkæling eins og jarlinn nefnir..

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 22:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Það sem mig myndi langa að vita hvernig prócessinn er, sama og Jarlinn er að spá.

Segjum sem svo að nú væri ég kominn með Vipec 44, búinn að tengja allt og
græja og ætlaði að fara að byrja að setja í gang og tjúna.

Hver er prócessinn? Hverju er byrjað á, hvað næst, etc.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 22:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
aronjarl wrote:
Tökum sem dæmi fyrir mig,
er að setja upp turbo kerfi og kaupi
með því áræðanlegasta til að stilla. (Vems)

Er þetta bara þvílíkt flókið eða er þetta bara eins og að klára tölvuleik.
Með því að lesa fullt fullt af blaðsíðum.




Flott grein engu að síður :thup:



Þetta með að stilla bíl uppí dyno bekk undir álagi og tune-a þar með er flottasta lausnin
EN gríðaleg vindkæling þarf að vera.


Mega flott í Tauber Motorosport í DE sá ég hjá þeim sérsmíðaðan dyno bekk fyrir s14 DTM.
Þar er bara þvílík vatnslögn inná vélina sem hringrásar til að halda kælinguni niðri.
Svo er mótorinn bremsaður niður með vatns þvingun á sveifarásinn.


Það sem ég tók mikið eftir á dyno með Turbo bílana hjá TB var að það þurfti þetta viðnám - load - til að erfiða afturhjólin. Þar með ná upp boosti og almenilegu poweri.

Þetta var svolítið eins og að reyna aflmæla einhvern í 1 gír á 21gíra fjallahjóli.




Mjög skemmtilegar svona vélar afl tune pælingar.


Ef menn vilja skilja hvað þeir eru að gera þá þarf að lesa alveg bunkann af upplýsingum.
Enn það þarf ekki ef það á bara að fínstilla bensín map. Það sem ég skrifaði dugar til að fínstilla bensín map.

Þetta er bara aðeins öðruvísi þegar maður er með hlutina fyrir framann sig og getur séð hvernig allt er að acta.
Þá verður þetta meira skiljanlegra
Allt annað enn að horfa á einhver möp og reyna ýminda sér hvað er að gerast og hvernig þegar maður hefur kannski
ekki séð þetta í action

Þegar er komið að tjúningunni þá skiptir öllu máli að fara einbeittur og yfirvegaður.
Fylgjast með mixtúrunni, vatnshita, kælivatnshita, soggreinar þrýsting og ekki leyfa ökumanninum að gefa meira inn ef mixtúran lítur illa út. Þá er það lagað og svo gerir maður fyrirbyggjandi tjúningu sem er byggð á líkum.
Og ég mæli ekki með að menn tjúni sjálfir einir í bílnum, ég hef oft keyrt næstum útaf við að gera það.


T.d
Segjum sem svo að töflu gildið sé 50, mixtúran var 20% of rík, þá viljum við setja 41 í staðinn og prufa aftur.
Enn áður enn við prufum aftur þá

Ef nýja gildið sem kom útur mixtúru reikning er 50 gildi í töflunni þá er afar ólíklegt að það verði annað enn 40-60 í næsta reit (alveg sama hvaða átt) og svo koll af kolli.
Þannig byggir maður upp mappið. Og það kemst mynd á það.

Ég eyddi 2árum í lestur á standalone tölvum, að tjúna vélar og þvíumlíkt áður enn ég setti upp fyrstu tölvuna, ég er mjög ánægður að ég byrjaði alveg frá grunni með alveg tóma tölvu, það kenndi mér ýmislegt. Og M42 vélin náði 142hö á dynoinu.
Og virkaði bara virkilega fínt.

Ég er nú þegar búinn að búa til map fyrir M50 vélar fyrir vems.
Það þarf líklega fínstillingar enn hvernig mappið lookar er mjög líkt því hvernig það á eftir að vera.

Hérna er það sem ég er búinn að gera og á eftir að verða mjög nálægt.
Ástæðan fyrir að tölurnar fyrir ofan boost eru þær sömu er að þetta eru alvöru Rúmmáls Nýtni tölur eða VE%
Þannig að þarna er ég að gera ráð fyrir að VE haldi sér í boosti og fari ekki upp eða niður.
Reikningslega séð þá verður þetta

Mapgildi / 100kpa = hlutfall
Hlutfall er svo margfaldað í töflugildið

t.d

118@250kpa reiknast sem 250/100 = 2.5
2.5 * 118 = 295
Þannig að þegar map gildi er 199.33 KPA þá margfaldast með 1.9933 í bakgrunninum og maður þarf ekkert að pæla í því. Og svo framvegis.Þetta einfaldar mapið og þá sést hvenær VE dettur niður.

Þ.e þegar maður horfir á mappið þá sér maður hvar vélin andar best per stroke ef soggreinar þrýstingur er tekin úr myndinni

Image

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 22:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
bimmer wrote:
Það sem mig myndi langa að vita hvernig prócessinn er, sama og Jarlinn er að spá.

Segjum sem svo að nú væri ég kominn með Vipec 44, búinn að tengja allt og
græja og ætlaði að fara að byrja að setja í gang og tjúna.

Hver er prócessinn? Hverju er byrjað á, hvað næst, etc.


Þú loadar S50B32 configi frá vipec. Þar eru allir skynjara og alles rétt stillt, sem og lausagangsventill og þar fram eftir götunum. Ef Vipec á þetta ekki þá á PPF þetta.
Sem myndi spara þér líklega nokkrar vikur af fikti og bölvi og að lesa manuallinn.

Þú þarft svo að stilla stærðina á spíssunum rétt.
Svo setturu í gang og sérð hvernig mixtúran er. Stillir svo spíssa breytuna þangað til að mixtúran er um 14.7 í lausagang þegar vélin er búin að hitna.
og ferð svo út að logga. Restin er svo eins og ég er búinn að lýsa.

Það er kosturinn við flestar svona vinsælar tölvur er að það fylgja base maps fyrir vélina. Til að koma henni í gang , þá þarf oftast bara að stilla bensín og kveikju, það eru þeir tveir hlutir sem eru í raun léttastir þegar kemur að því að fikta í standalone tölvum.

Þ.e
ekki þurfa að fikta í spíssa upplýsingum, tíðni breytum fyrir alskyns ventla og rafbúnað og fleira líkt því.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 23:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Ef einhverjum langar að skoða þetta hjá mér live í lappa þá bara láta mig vita fyrir næstu samkomu t.d eða kíkja í heimsókn :)

Er þó ekki með allt á hreinu varðandi þetta en menn geta þá séð hvernig þetta lítur út í gangi ásamt að skoða prógramið

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 25. Dec 2009 23:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
einarsss wrote:
Ef einhverjum langar að skoða þetta hjá mér live í lappa þá bara láta mig vita fyrir næstu samkomu t.d eða kíkja í heimsókn :)

Er þó ekki með allt á hreinu varðandi þetta en menn geta þá séð hvernig þetta lítur út í gangi ásamt að skoða prógramið


Sá þetta hjá einari...

BARA sniðugt hvernig þetta virkar

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Dec 2009 10:17 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
einarsss wrote:
Ef einhverjum langar að skoða þetta hjá mér live í lappa þá bara láta mig vita fyrir næstu samkomu t.d eða kíkja í heimsókn :)

Er þó ekki með allt á hreinu varðandi þetta en menn geta þá séð hvernig þetta lítur út í gangi ásamt að skoða prógramið

Við kíkjum kannski á þetta saman við tækifæri. Mig langar að læra smá á þetta. :)

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group