aronjarl wrote:
Tökum sem dæmi fyrir mig,
er að setja upp turbo kerfi og kaupi
með því áræðanlegasta til að stilla. (Vems)
Er þetta bara þvílíkt flókið eða er þetta bara eins og að klára tölvuleik.
Með því að lesa fullt fullt af blaðsíðum.
Flott grein engu að síður
Þetta með að stilla bíl uppí dyno bekk undir álagi og tune-a þar með er flottasta lausnin
EN gríðaleg vindkæling þarf að vera.
Mega flott í Tauber Motorosport í DE sá ég hjá þeim sérsmíðaðan dyno bekk fyrir s14 DTM.
Þar er bara þvílík vatnslögn inná vélina sem hringrásar til að halda kælinguni niðri.
Svo er mótorinn bremsaður niður með vatns þvingun á sveifarásinn.
Það sem ég tók mikið eftir á dyno með Turbo bílana hjá TB var að það þurfti þetta viðnám - load - til að erfiða afturhjólin. Þar með ná upp boosti og almenilegu poweri.
Þetta var svolítið eins og að reyna aflmæla einhvern í 1 gír á 21gíra fjallahjóli.
Mjög skemmtilegar svona vélar afl tune pælingar.
Ef menn vilja skilja hvað þeir eru að gera þá þarf að lesa alveg bunkann af upplýsingum.
Enn það þarf ekki ef það á bara að fínstilla bensín map. Það sem ég skrifaði dugar til að fínstilla bensín map.
Þetta er bara aðeins öðruvísi þegar maður er með hlutina fyrir framann sig og getur séð hvernig allt er að acta.
Þá verður þetta meira skiljanlegra
Allt annað enn að horfa á einhver möp og reyna ýminda sér hvað er að gerast og hvernig þegar maður hefur kannski
ekki séð þetta í action
Þegar er komið að tjúningunni þá skiptir öllu máli að fara einbeittur og yfirvegaður.
Fylgjast með mixtúrunni, vatnshita, kælivatnshita, soggreinar þrýsting og ekki leyfa ökumanninum að gefa meira inn ef mixtúran lítur illa út. Þá er það lagað og svo gerir maður fyrirbyggjandi tjúningu sem er byggð á líkum.
Og ég mæli ekki með að menn tjúni sjálfir einir í bílnum, ég hef oft keyrt næstum útaf við að gera það.
T.d
Segjum sem svo að töflu gildið sé 50, mixtúran var 20% of rík, þá viljum við setja 41 í staðinn og prufa aftur.
Enn áður enn við prufum aftur þá
Ef nýja gildið sem kom útur mixtúru reikning er 50 gildi í töflunni þá er afar ólíklegt að það verði annað enn 40-60 í næsta reit (alveg sama hvaða átt) og svo koll af kolli.
Þannig byggir maður upp mappið. Og það kemst mynd á það.
Ég eyddi 2árum í lestur á standalone tölvum, að tjúna vélar og þvíumlíkt áður enn ég setti upp fyrstu tölvuna, ég er mjög ánægður að ég byrjaði alveg frá grunni með alveg tóma tölvu, það kenndi mér ýmislegt. Og M42 vélin náði 142hö á dynoinu.
Og virkaði bara virkilega fínt.
Ég er nú þegar búinn að búa til map fyrir M50 vélar fyrir vems.
Það þarf líklega fínstillingar enn hvernig mappið lookar er mjög líkt því hvernig það á eftir að vera.
Hérna er það sem ég er búinn að gera og á eftir að verða mjög nálægt.
Ástæðan fyrir að tölurnar fyrir ofan boost eru þær sömu er að þetta eru alvöru Rúmmáls Nýtni tölur eða VE%
Þannig að þarna er ég að gera ráð fyrir að VE haldi sér í boosti og fari ekki upp eða niður.
Reikningslega séð þá verður þetta
Mapgildi / 100kpa = hlutfall
Hlutfall er svo margfaldað í töflugildið
t.d
118@250kpa reiknast sem 250/100 = 2.5
2.5 * 118 = 295
Þannig að þegar map gildi er 199.33 KPA þá margfaldast með 1.9933 í bakgrunninum og maður þarf ekkert að pæla í því. Og svo framvegis.Þetta einfaldar mapið og þá sést hvenær VE dettur niður.
Þ.e þegar maður horfir á mappið þá sér maður hvar vélin andar best per stroke ef soggreinar þrýstingur er tekin úr myndinni

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
