Jæja þá er komið forstofu skartið.
"upptekin" M50B25 , nýjar legur, hringir, honað, slípaðir ventlar og sæti, ARP studdar í blokkina og stangirnar, MLS pakkning.
Ég á eftir að skoða vélina betur enn það sem skipti máli er í henni, arp og mls.
Vantar knastása , og ég er að fiska eftir 3 inntaks ásum til að "hita" pústmeginn aðeins. annars dugar eitt venjulegt sett svosem.
Gaurinn sem kom með hana er víst bara í því að setja S50 í E30 og álíka M50/52 swap dót og á því ýmislegt , hann ætlar að reyna redda mér restinni af því sem mig vantar. Það sem mig vantaði helst eru M20 single mass svinghjól. Og hann sagði mér frá því að hann lætur renna bakhliðina til að létta þau og þá þarf ekki að modda E34 pönnuna. Þannig að ég held ég láti hann bara redda því fyrir mig.
Eftir áramót þá er ég að fara læra að reikna hentugann knastása tíma og tengt þannig að það getur farið svo að ég moddi
knastása gíranna svo ég geti stillt tímann aðeins ef mér finnst það gera betur.
Enn það lookar allt vel með þessa vél samt. Ég mun mjög líklega kippa heddinu af og athuga honið og herða svo ARP studdanna eftir kúnstarinnar reglum svo allt sé alveg tip top örugglega rétt sett samann.





_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
