http://gandri.wordpress.com/2009/10/22/svar-ingolfs-fri%C3%B0jonssonar-hdl/Mínar hugleiðingar til Ingólfs eru ritaðar í rauðu.
Góðan daginn Guðmundur
Sæll Ingólfur
Varðar skuldabréf 716252
Sjónarmið Frjálsa fjárfestingarbankans hf. eru þau að bankinn telur ótvírætt vera um erlent lán að ræða, svokallað myntkörfulán.
-Gott. Þannig að höfuðstóll lánsins er ótvírætt í erlendri mynt.
Eins og kemur fram feitletrað hjá þér var lánið þegar það var veitt Jafnvirði ISK 20.280.000,- í eftirtöldum myntum og hlutföllum: 50% CHF og 50% JYP.
-Það er hvergi minnst á það í skilmálum bréfsins að þetta jafnvirði sé bundið við þann tíma sem lánið er veitt !!
Lánið tekur breytingum skv. gengi Seðlabanka Íslands.
-Ég geri ráð fyrir að þarna sé átt við höfuðstól skuldarinnar, sem eðli máls skv er erlendur, eða s.k. myntkörfuhöfuðstóll þar sem lánið er eins og þú segir, erlent lán, eða svokallað myntkörfulán. Þessi fullyrðing þín hlýtur því að styðjast við það sem greint er í 2. gr. skuldabréfsins. En þar stendur: Lán þetta er bundið sölugengi Seðlabanka Íslands á ofangreindum myntum.Höfuðstóll skuldarinnar breytist í hlutfalli við breytingar á sölugengi hverrar myntar eins og það er á útborgunardegi til fyrsta gjalddaga, og síðan í hlutfalli við breytingar á sölugengi myntanna milli gjalddaga.
Ég geri því ráð fyrir að þú sért í einlægni að benda mér á að lánið, sem er erlend mynt, taki breytingum skv. gengi Seðlabanka Íslands og að þar sé breytingin miðuð við jafnvirði hinnar íslensku krónutölu sem gefin er upp í bréfinu og því breytist höfuðstóllinn, sem er erlendur -eins og lánið, í samræmi við skilmála 2. gr. svo sem talið er upp hér að ofan.
Við skilmálabreytingu hafði gengið breyst og því stendur réttilega í skilmálabreytingunni m.a.: „Umreiknaðar eftirstöðvar lánsins eru að jafnvirði ISK 51.844.328,-… „
-Ég skil vel, -núna, að þið hafið viljað setja þessa tölu inn í skilmálabreytinguna. En eftir stendur. Skilmálabreytingin er gerð á röngum forsendum þar sem bankinn reiknar eftirstandandi höfuðstól ekki í samræmi við skilmála bréfsins og þ.a.l. reiknast greiðslubyrðin í jafnmiklu ósamræmi við skilmálana og höfuðstóllinn.
Skilmálabreytingin er því úrræði sem gripið er til vegna rangra útreikninga bankans og getur því aldrei talist grundvöllur nýrrar túlkunar á skilmálum hins upprunalega skuldabréfs.
Í báðum tilvikum er verið að sýna jafnvirði lánsins á mismunandi tíma í íslenskum krónum. Lánið er eftir sem áður í erlendri mynt og m.v. gengi viðkomandi myntar á hverjum tíma.
-Það hefði líklega verið ráð, Ingólfur minn, að taka það fram í skilmálum skuldabréfsins að svoleiðis hafi bankinn hugsað þetta Jafnvirði. Ég túlka það samkvæmt orðanna hljóðan í bréfinu og í samræmi við 13. gr. og 1. mgr. 14 gr. laga um vexti og verðtryggingu, hvar segir að óheimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra mynta, og því hljóti þú, og lögspekingateymi bankans að hafa áttað sig á því, líkt og ég, -einn, -vélstjórinn, að hér sé um lán í erlendri mynt að ræða, líkt og þú jú tilgreinir í þessu bréfi, og að það lán sé bundið dagsgengi íslenskrar krónu, líkt og segir í 2. gr. skilmála skuldabréfsins.
Ég þakka þér því fyrir að útskýra fyrir mér að mín túlkun á skilmálum bréfsins sé rétt og geri ég í framhaldinu ráð fyrir að bankinn leiðrétti höfuðstól lánsins og sendi okkur hjónum eftirleiðis rétt upp setta greiðsluseðla svo hægara sé fyrir okkur um að standa í skilum, því okkur er það mikið í mun, nú þegar við sjáum fram á að það er hægt.
Kveðja, Ingólfur Friðjónsson hdl.
Kveðja, Guðmundur Andri Skúlason vélstjóri.
_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--