Ég kaupi intercoolerinn og rörin af ebay því það er hentugast.
og líklega sílikon hosur í gegnum einhver ebay stores því það er auðvelt. Enn er eitthvað sílíkon shop hérna, nóg til að þeim í englandi, enda alltof mikið af race dóti í gangi. Ég man ekki hvað búllan heitir sem ég keypti af síðast. Enn það verða engar gúmmíhosur allaveganna. Ekki enn búinn að ákveða hvort það verði "2.5 eða "3 rör, það fer eftir plássi.
Wastegate-ið er eitthvað HKS copy, enn svíarnir eru að nota það í tuga tali allt vandamála laust sama gildir um blow off ventilinn.
Og þessir hlutir eru að fá núna góða reynslu hérna í englandi eftir nokkurra ára notkun sem og annarstaðar í evrópu.
Holset túrbínan er beint frá Holset UK, glæný auðvitað.
Hún er Holset HX40 Super60 , sem er hæst flæðandi H40 túrbínan.
Ég hef ekki lagt útí að kaupa neitt sem á ekki eftir að endast, enda er ég búinn að fara varlega í að velja þetta wastegate og bov, lagði bara í það útaf jákvæðum upplýsingum af PPF spjallinu (aðal bmw turbo spjallið í svíþjóð). Þetta er í raun eina no-name dótið. Wastegate-ið er 60mm þannig að ég mun ekki lenda í veseni með boost creep heldur.
MLS pakkningin er framleidd af cometic í englandi , sem er svo worldwide dealer seld til dreifingaraðilar í USA. Þannig að þeir sem kaupa MLS héðan eru að kaupa þær fluttar í gegnum tvö lönd, ótrúlega stupid. Ég reyndi hvað ég gat að finna smá smugu að fá hana beint enn það var víst ekki hægt.
ARP studdarnir eru framleiddir af Automotive Racing Products og eru úr nýjast efninu sem þeir nota í M50/M52/S52 sem eru vel yfir 600-700whp
Kúplingin er 6puck frá Pure Performance Factory í svíþjóð
Pressann er Sachs Sports 618 pressa, þetta combo mun halda 700nm í hjólin á bekk samkvæmt PPF.
618 er langvinsælasta pressann í M20 og M10 race mótora.
Spíssarnir eru Siemens 60lb , nýjast hönnun frá Siemens með góðu controlli og dreifingu frá littlu duty uppí 100% duty., Einir bestu spíssarnir á markaðnum í dag sem eru há-ohma.
M50 upptekningar dótið er bara plain off the shelf vélar rebuild dót, enda eina sem þarf.
Pústgrein verður sérsmíðuð af SMG. Ég treysti þessum jólasveina englendingum ekki til að gera þetta almennilega nema fyrir tómt vesen. Það er í alvöru minna vesen að fljúga sævar hingað til að gera þetta á staðnum. Heldur enn að standa í veseni með suma breta.
Flangsinn á heddið kemur frá PPF sem og split pulse T3 flangsinn. ég gæti rennt wastegate flangsinn svo allt sé úr sama járninu þannig að það þennst og þjappast allt jafn mikið.
Ég er ekki búinn að ákveða mig í sambandi við loftsíu skoða það betur þegar ég sé pláss málin
Mótorpúðar verða E28 M30 . Svo að M50 vélin sitji rétt í E30.
Porsche 944 brake booster til að soggrein verði ekki fyrir, þetta mun ekki vera nýtt heldur keypt notað
Ég er ekki búinn að ákveða mig í sambandi við viftu eða viftuspaða, því að ég náði að troða viftuspaða á S50 vélina mína með smá tilfærslum, þannig að það gæti verið að það verði viftuspaði og ódýr rafmagnsvifta, eða þokkaleg rafmagnsvifta. Enn það verður bókað auka rafmagnsvifta. Ef hún fer ekki á vatnskassann þá bara aftann á intercoolerinn(og ég á að geta sett hana í gang við X lofthita sem hentar fínt).
Sérsmíðuð gírkassa upphengja til að geta notað M20 kassann á hlið. Þetta verður bara sterkt.
Ég vissi ekki að einhver vildi svona detailed upplýsingar um þetta

Er eitthvað sem ég er að gleyma sem einhver vill sérstaklega vita um.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
