Ég eignaðist þennan bíl fyrir tveim vikum síðan.
Hann er búinn að standa í bakgarði í Reykjavík hátt í tvö ár.
Safnandi laufi og fínerí utan á sig eins og hann gat bara

Datt í hug að hann gæti verið fínn vetrarbíll svo ég tékkaði á eigandanum hvort hann vildi ekki selja mér hann.
Og jújú, hann var kominn heim til mín nokkrum dögum seinna

Annars....
Nánari lýsing á tækinu:
BMW 318i E36Nýskráður 12.06.1991 á Íslandi.
M40B18 mótor
Ekinn 233.000 km
Beinskiptur
Grár að lit
Aukabúnaður:
Rafmagn í rúðum að framan
Glær stefnuljós að framan
Leyfi þessum fyrstu myndum að tala sínu máli.








Eitthvað svaka sport stýri í honum,,,vantar reyndar eitthvað merki í það.

Í honum er þessi Jamex stóll sem bílstjórasæti....
Alveg þræl þægilegt


Ekinn alveg slatta

En skipt var um tímareim fyrir 10.000km síðan....

Síðan ég tók þessar myndir er ég búinn að lakkhreinsa og bóna bílinn.
Hann tók alveg stakkaskiptum við það
Svo er ég að leita mér að góðum 15" vetrardekkjum undir hann og þegar
þau fara undir þá fer 4. álfelgan aftur undir, hún er nú bara í aftursætinu eins og er.
Fínasti winterbeater held ég bara
