JonFreyr wrote:
hmmmm....en hvad ef ad thu hefur goda tog-kúrvu og langa gira tha er thad an efa togid sem skaffar ther hrödun en ekki hestöflin. Max hp næst kannski vid 6800 snuninga a medan max torque skilar ser fra 2300 og 4000 snuningum, ef thu heldur motornum a thessum snuningi thá er thad togid sem hendir bilnum afram.
Sterkasta hrödunin mun alltaf vera vid max torque og thad i hvada gir sem er, thess vegna er afskaplega hentugt ad kreista sem flesta Nm út vid sem hæstan snuning til ad vidhalda sterkri hrödun út gírinn/gírana.
My 0.02 cents

Ef togið skiptir svona miklu máli af hverju er þá 325eta með sama tog og 325i enn alveg hrikalega verri hröðun?
Menn verða hætta að hugsa um max tog, max hö sem eina sem þarf að pæla í . Sleppa gírum, drifum og því líka.
Það sem skiptir máli er HESTAFLAKÚRVAN
Það sem menn flaska á er að ef við segjum að við séum með tvo bíla báðir 170hö@6k, báðir 230nm peak tog, nema ein vélin er með
230nm peak @2900rpm = 93hö
hin er með
230nm peak @5000rpm = 161hö við peak tog.
Ef maður myndi þá skoða hestaflakúrvuna á báðum bílum þá sæist hvernig sá sem er 230nm @ 5000rpm er kannski með 130nm@2900rpm = 53hö
Þetta segir okkur að bílinn sem er með feitarri hestaflakúrvu er sá sem hefur flest meðalhestöflin yfir snúningsbandið.
Þetta er ef við gefum okkur sömu gírkassar og drifhlutföll, myndi valda því að bílinn með togið neðar (enn ekki hærra eða meira peak tog) er sá sem hefði sigur úr býtum enn það fer algerlega eftir gírkassanum og loka hlutfallinu.
Sjá menn hvert ég er að fara með þetta?
Peak tölur skipta ekki öllu máli heldur
VERÐUR að skoða hvar þessar tölur eiga sér stað til að
fyrst geta reynt að ýminda sér hvernig bílinn er í akstri.
Einnig er hægt að sleppa gírhlutföllum ALVEG og loka hlutföllum ALVEG.
Skilgreiningin á hestafli er WORK, þ.e framleidd vinna. Skilgreiningin á togi er möguleg vinna.
Þannig að til að reyna setja þetta í loka samhengi/útskýringu :
Þar sem að hestafl er vinna og við vitum að enginn bíll fer af stað nema hjólin hreyfast , þá hlýtur að vera vinna í gangi því annars gerist ekki neitt ( tog * 0rpm / 5252 = 0hö / 0 vinna )
Allir kannast við þyngdaraflið , sama á við um hröðun. Þannig að það sem skiptir ultimately eina málinu er magnið af hröðun sem leggst á bíl boddýið. Þetta er hægt að sníða til með stuttum gírum og vel völdum drifhlutföllum. Þannig getur vélin sem er með þrengra powerband enn sama peak tog og peak hö haft ALVEG sömu hröðun og vél með feitarra powerband.
Þannig að ef tveir bílar sem vigta 1000kg hraða sér frá 50-100kmh framleiða að meðaltali 50hö frá 50-100kmh þá munu þeir ná sama hraða á akkúrat sama tíma.
Eru menn að skilja?????
Note.
Besta dæmi um afhverju orðið hestafl og skilgreiningin á því er rétta orðið til að nota fyrir það sem veldur hröðun er einfaldast að skoða constantly variable gear ratio transmission sem menn ætluðu að setja í F1 bílanna fyrir um 16árum enn var bannað. Það sem hefði gerst er að vélin hefði einfaldlega verið haldið við hámarkspower og gírunum bara breytt til að mynda hröðun og þannig hefði hámarkshröðun sem vélin gat hóstað uppúr sér verið nýtt.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
